521 félagsmaður á bak við tölur mánaðarins

Eftir því sem líður á árið og atvinnulífið að nær fyrri styrk má sjá umsóknir frá fyrirtækjum sem hafa ekki sótt um síðan í upphafi faraldurs. Það gleður svo sannarlega að sjá að þar sé verið að bretta upp ermar og setja í starfsmenntagírinn og Starfsafl gerir sitt besta til að styðja við þá vegferð.

Í október voru greiddar út 30 milljónir króna til einstaklinga og fyrirtækja vegna starfsmenntunar, þar af rétt undir 3 milljónum til fyrirtækja.  

Í október voru greiddar út 30 milljónir króna til einstaklinga og fyrirtækja vegna starfsmenntunar.

Styrkir til fyrirtækja

32 umsóknir bárust frá 13 fyrirtækjum þennan mánuðinn, þar af nokkar vegna námsefnisgerðar á stafrænu formi en það færist sífellt í aukana að fyrirtæki láti vinna fyrir sig námsefni sem sértaklega er sniðið að þeirra þörfum.  Heildargreiðsla styrkja til þessara 13 fyrirtækja var rétt undir þremur milljónur króna og þar á bak við 231 félagsmaður.

Styrkir til einstaklinga

Samanlögð styrkfjárhæð til einstaklinga var 27.7 milljónir kr. Á bak við þá tölu eru 386 félagsmenn. Sú fjárhæð skiptist sem hér segir:

Efling kr. 18,862,037,-

VSFK kr. 6,932,364,-

Hlíf kr. 1,945,650,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér