Náum við 50 milljón króna markinu?

Síðasti mánuður ársins er runninn upp.  Þá þarf að huga að vinnslu umsókna fyrir áramót og settum við því  nýverið  í loftið að umsóknir fyrirtækja þyrftu að berast fyrir 16. desember ef þær ættu að fá afgreiðslu fyrir áramót. Mörg fyrirtæki voru fljót að taka við sér og óhætt er að segja að umsóknum hreinlega rigni inn. Við fögnum því.

Þegar þetta er skrifað þá er heildarfjárhæð greiddra styrkja til fyrirtækja það sem af er ári 37,7 milljónir, einni milljón hærra en fyrir allt síðasta ár.   Það verður áhugavert að sjá hver heildarfjárhæð greiddra styrkja til fyrirtækja verður í árslok.  Kannski náum við 50 milljón króna markinu, það væri magnað. 

 Þá er við hæfi að spyrja hvort þitt fyrirtæki sé í tölum ársins ?  Við skorum á þig sem þetta lest að tékka á því. 

Samanlögð fjárhæð greiddra styrkja til fyrirtækja og einstaklinga í nóvember var rétt undir 33 milljónum króna og á bak við þá tölu 1339 félagsmenn.

Það verður áhugavert að sjá hver heildarfjárhæð greiddra styrkja til fyrirtækja verður í árslok. Kannski náum við 50 milljón króna markinu, það væri magnað.

Styrkir til fyrirtækja

38 umsóknir bárust frá 28 fyrirtækjum þennan mánuðinn og má í því samhengi benda á að ein umsókn getur falið í sér fjölda reikninga vegna fjölda námskeiða, en heimilt er að setja inn “margar umsóknir” í eina umsókn og sífellt fleiri nýta sér það. Þá þarf að vanda sérstaklega vel til verka og merkja hvert skjal vel svo auðvelt sé að lesa saman gögnin. Margir nýta sér þá leið að setja öll gögn saman í excel skjal og líma þá í hvern vasa þau gögn sem við eiga og merkja vasann þannig með vísan í gögnin. Sú aðferð er mjög þægileg þegar kemur að því að vinna úr gögnunum.

Á bak við áðurnefndar tölur eru 952 félagsmenn sem sóttu námskeið af ýmsu tagi. 6 umsóknum var hafnað og 3 umsóknir voru vegna Fræðslustjóra að láni og eru þau verkefni á teikniborðinu og ekki í tölum mánaðarins.

Heildargreiðsla styrkja til þessara 28 fyrirtækja var 5.4 milljónir króna.

Styrkir til einstaklinga

Samanlögð styrkfjárhæð til einstaklinga var 31,2 milljónir kr. Á bak við þá tölu eru 387 félagsmenn. Sú fjárhæð skiptist sem hér segir:

Efling kr. 22,065,265,-

VSFK kr. 7,931,850,-

Hlíf kr. 1,205,843,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér