Það leikur enginn vafi á því að Starfafl er sterkur bakhjarl þeim fyrirtækjum sem fjárfesta í fræðslu og starfsmenntun síns starfsfólks. Sem dæmi má nefna að endurgreiðsla getur numið allt að 90% af reikningi þegar um hóp starfsfólks er að ræða og styrkur fyrir einstakling sem sækir nám sem greitt er af fyrirtæki getur numið […]
Bilun í tölvupóstkerfi Starfsafls
Vegna óutskýrðrar bilunar í tölvupóstkerfi Starfsafls fáum við ekki alla tölvupósta heldur skoppa þeir í einhverjum tilfellum til baka til sendanda. Þetta er afskaplega óheppilegt en það er verið að vinna að viðgerð og alltaf hægt að ná í okkur í síma 5107550 eða í framkvæmdastjóra í síma 6930097.
Stefnumótun í framhaldsfræðslu
Mánudaginn 7. nóvember, stóð Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið fyrir vinnustofu um stefnumótun í framhaldsfræðslu. Vinnustofan fór fram á Hilton Nordica og er liður í endurskoðun ráðuneytisins á lögum um framhaldsfræðslu. Guðmundur I. Guðbrandsson félags-og vinnumarkaðsráðherra setti fundinn og lagði hann áherslu á það í ávarpi sínu að framhaldsfræðslan ætti að gefa fólki tækin og tólin til […]
521 félagsmaður á bak við tölur mánaðarins
Eftir því sem líður á árið og atvinnulífið að nær fyrri styrk má sjá umsóknir frá fyrirtækjum sem hafa ekki sótt um síðan í upphafi faraldurs. Það gleður svo sannarlega að sjá að þar sé verið að bretta upp ermar og setja í starfsmenntagírinn og Starfsafl gerir sitt besta til að styðja við þá vegferð. […]
Össur fær Fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við fyrirtækið Össur Iceland ehf. Fjórir sjóðir; Starfsafl, Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks. Landsmennt og starfsmenntasjóður verkfræðingafélags Íslands koma að verkefninu og greiða hlutfallslega fyrir félagsmenn sinna stéttafélaga. Hjá Össur starfa 550 einstaklingar hér á landi og þar af eru 140 í þeim félögum sem standa að […]
Starfsafl styrkir goodtoknow.is
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur þróað nýtt verkfæri fyrir stjórnendur og starfsfólk í ferðaþjónustu og veitti Starfsafl til þess styrk, að upphæð kr. 350.000,- Um er að ræða upplýsinga- og fræðsluvefinn goodtoknow.is sem hefur það að markmiði að auðvelda framlínustarfsfólki að veita ferðamönnum góðar og gagnlegar upplýsingar. Vefurinn nýtist sérstaklega þeim, sem hafa ekki áður starfað í […]
Skrifstofa Starfsafls lokuð til 24. október
Skrifstofa Starfsafls verður lokuð frá og með miðvikudeginum 19. október til mánudagsins 24. október. Umsóknir er hægt að legga inn á www.attin.is og þá er gott að muna að hafa öll umbeðin gögn með umsókn: 1. Upplýsingar um fræðsluna (stutta samantekt á efnisþáttum). 2. Reikningur á kennitölu fyrirtækis, þar sem sundurliðun kostnaðarþátta er skýr og staðfesting […]
Fagbréf atvinnulífsins styrkt af Starfsafli
Á vinnumarkaði sem tekur örum breytingum er mikilvægt að færni til starfa sé sýnileg og staðfest. Með raunfærnimati er færni starfsfólks metin út frá hæfniviðmiðum starfs. Í framhaldi fer fram þjálfun og fræðsla sem tekur mið af niðurstöðunum matsins. Þegar öllum hæfniviðmiðum starfsins er náð er færnin staðfest með Fagbréfi atvinnulífsins fyrir viðkomandi starf. Í […]
September stærsti mánuðurinn til þessa
Fræðsla á gólfi, stafræn fræðsla og eigin fræðsla er allt framsetning á fræðslu sem er styrkhæf hjá Starfsafli svo fremi sem um starfsmenntun og starfstengda fræðslu sé að ræða. Þannig mætir Starfsafl sem starfsmenntasjóður þörfum atvinnulífsins, fyrirtækjum og einstaklingum. Þá er vert að hafa í huga að starfsmenntun er ekki eyland í sjálfu sér sem […]
Áttin, vefgátt sjóða, í Fréttablaðinu
,,Árlega greiða starfsmenntasjóðir hundruð milljóna til einstaklinga og fyrirtækja vegna starfsmenntunar. Um er að ræða endurgreiðslustyrki og getur fjárhæð styrks numið allt að 90% af reikningi. Enga betri ávöxtun er að finna á nokkru fé ef tekið er mið af meðalgreiðslu starfsmenntaiðgjalds á ársgrundvelli og mögulegum styrkfjárhæðum,“ segir Lísbet Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs í viðtali […]