Starfsmenntun 705 félagsmanna

Janúar fór af stað með krafti og febrúar kemur örlítið hægari á eftir. Það er venju samkvæmt, þar sem nemar eru duglegir að nýta sinn rétt og sækja um vegna skólagjalda í fyrsta mánuði ársins og því ber sá mánuður þess merki.

Samanlögð greidd styrkfjárhæð til fyrirtækja og einstaklinga í febrúar var 28,5 milljónir króna.

Samanlögð greidd styrkfjárhæð til fyrirtækja og einstaklinga í febrúar var 28,5 milljónir króna.

Styrkir til fyrirtækja

Í febrúar barst 21 umsókn frá 14 fyrirtækjum,  Eins og í janúar var fjöldi fyrirtækja að sækja um í fyrsta sinn og ljóst að styrkir starfsmenntasjóða og vefgátt sjóða, www.attin.is, er að ná áheyrn rekstraraðila.  

Ein umsókn var vegna Fræðslustjóra að láni og er hún komin í vinnslu og leiðir  Eva Karen hjá Effect þá vinnu.  

Heildarfjárhæð greiddra styrkja var 2.2 milljónir króna, styrkloforð 2.8 milljónir króna og er þá meðtalið verkefnið vegna Fræðslustjóra að láni og á bak við þá tölu 253 félagsmenn.

Styrkir til einstaklinga

Samanlögð styrkfjárhæð í febrúar til einstaklinga var 26,6 milljónir króna  og á bak við þá fjárhæð 452 einstaklingar

Efling kr. 19,408.892,-,-

VSFK kr. 5,806.487,-.-

Hlíf kr. 1,409.303,-,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á [email protected] Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin er fengin hér