Ný greining á færniþörf á vinnumarkaði

Á Menntadegi atvinnulífsins sem haldinn var í gær kynntu SA og aðildarsamtök nýja greiningu Gallups á eftirspurn eftir vinnuafli þvert á atvinnugreinar í því augnamiði að skilgreina hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar svo vinnuaflsskortur, hvort sem um er að ræða hæfni og færni eða fjölda vinnandi handa, verði ekki til þess að vöxtur í atvinnu- og efnahagslífi verði minni en ella hefði orðið. 

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, kynnti niðurstöðurnar í áhugaverðu erindi undir yfirskriftinni Færniþörf á vinnumarkaði og sagði meðal annars þarfir atvinnulífsins vera skýrar, menntakerfið mætti ekki vera enn einn flöskuhálsinn á leið til vegsældar, draga þyrfti úr brottfalli og hvetja enn frekar til sóknar í iðn- og tæknimenntun.  Sagði hún „barnið vaxa en brókina ekki“ í ákalli til hins opinbera.

Kynningu Hrefnu má sjá hér

Þá er samkvæmt niðurstöðum  meira en helmingur stjórnenda í atvinnulífinu  sem telur að menntakerfið komi ekki til með að uppfylla hæfniþörf atvinnulífsins til næstu fimm ára.  Þær niðurstöður ýta enn frekar undir mikilvægi þess að vinnustaðir taki sér enn frekar hlutverk námsstaða, gæti þess að missa ekki þekkingu, færni og hæfni útsamhliða því að sækja nýja, nýti mögulegar leiðir  og tileinki sér menningu sem styðji við slíka nálgun.  

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Mynd af glæru og hluta af því sem hér er skrifað að ofan  eru sótt á vef Samtaka atvinnulífsins, sjá hér