56 milljónir og 1259 félagsmenn

Nýtt ár er hafið og venju samkvæmt hefst það með krafti hvað varðar fjölda umsókna til sjóðsins, bæði umsóknir frá fyrirtækjum og einstaklingum.  Mánuðurinn er því annasamur og við fögnum því svo sannarlega.  

Samanlögð greidd styrkfjárhæð til fyrirtækja og einstaklinga í janúar var 56 milljónir króna og á bak við þá tölu voru 1259 félagsmenn.  Aldrei fyrr hefur þetta há upphæð verið greidd í einum mánuði til fyrirtækja og einstaklinga en sjóðurinn stendur vel undir því og fagnar auknum fjölda umsókna.

Það eru magnaðir straumar í gangi núna, við finnum það hjá sjóðunum hvernig allt er að taka við sér, hvernig fyrirtæki fara af krafti inn í árið og ætla að gera vel í starfsmenntamálum, efla sinn mannauð og byggja undir verkefni morgundagsins.  Við finnum það ekki síður á félagsmönnum sem sækja af ekki minni krafti í starfsnám sem gefur réttindi, tungumálanám sem auðveldar aðlögun að íslensku samfélagi og námskeið sem auka samskiptafærni.  Þetta ár verður eitthvað annað og við erum tilbúin. 

Samanlögð greidd styrkfjárhæð til fyrirtækja og einstaklinga í janúar var 56  milljónir króna

Styrkir til fyrirtækja

Janúar hefst alltaf á því að afgreiddar eru eftirlegukindur desembermánaðar, það er þær umsóknir sem bárust undir lok mánaðarins og síðan umsóknir fyrirtækja sem höfðu náð hámarki á árinu og voru því færðar yfir á nýtt ár.  Að þessu sinni voru það  22 umsóknir frá 12 fyrirtækjum og heildarfjárhæð greiddra styrkja 3.8 milljónir króna.  Á bak við þá tölu voru 399 félagsmenn. 

Í janúarmánuði sjálfum bárust 46 umsóknir frá 33 fyrirtækjum og þar á meðal var fjöldi fyrirtækja sem aldrei hefur sótt um í sjóðinn auk þess sem umsóknir bárust frá fyrirtækjum sem hafa ekki sótt um í einhver ár.  Það er fagnaðarefni og vonandi verða þessi fyrirtæki “fastakúnnar” sjóðsins, ef svo má segja.  Sjö umsóknum var hafnað og þrjár eru enn í ferli, þar af ein vegna Fræðslustjóra að láni og ein sértæk umsókn.  Heildarfjárhæð greiddra styrkja var 6.4 milljónir króna og á bak við þá tölu 275 félagsmenn.

Það eru magnaðir straumar í gangi núna, við finnum það hjá sjóðunum hvernig allt er að taka við sér, hvernig fyrirtæki fara af kraft inn í árið og ætla að gera vel í starfsmenntamálum, efla sinn mannauð og byggja undir verkefni morgundagsins. 

Styrkir til einstaklinga

Í greiddum styrkjum til einstaklinga var einhver fjöldi umsókna frá desembermánuði sem afgreiddur var í janúar.  Samanlögð styrkfjárhæð að því meðtöldu til einstaklinga var kr. 44.782.062,-  og á bak við þá fjárhæð 585 einstaklingar

Efling kr. 33.946.259,-

VSFK kr. 9.890.258.-

Hlíf kr. 2.234.663,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér