44.6 milljónir króna í styrki í desember

Það má með sanni segja að síðasti mánuður ársins hafi hreinlega sprungið í fjölda umsókna frá fyrirtækjum. Þær streymdu inn sem aldrei fyrr og  25% af þeim fjölda umsókna sem barst á árinu, barst í desember. 

Það þurfti því heldur betur að bretta upp ermar og spýta í lófa, því á bak við hverja umsókn getur verið fjöldi reikninga, listar með nöfnum og kennitölum  þátttakenda, lýsingar á námsskeiðum og annað það, sem þarf að fylgja með umsókn og þarfnast úrvinnslu, áður en umsókn er samþykkt. 

Það var vel við hæfi að klára síðasta mánuð ársins með þessum hætti.  Að því sögðu var heildarfjárhæð greiddra styrkja til fyrirtækja og einstaklinga  í desember 44.645.184 kr.   Vel gert.

Heildarfjárhæð greiddra styrkja til fyrirtækja og einstaklinga  í desember 44.645.184 kr.

Styrkir til fyrirtækja

Alls bárust sjóðnum 122 umsóknir í desembermánuði frá 46 fyrirtækjum. Heildarfjárhæð greiddra styrkja til fyrirtækja var 15.7 milljónir króna og á bak við þá fjárhæð rúmlega 1025 félagsmenn.  

Námskeiðin voru fjölbreytt auk þess sem fjöldi umsókna barst vegna áskriftar að bæði starfrænu námsumhverfi og fræðslupökkum.

Styrkir til einstaklinga

Félagsmenn sóttu sömuleiðis hin ýmsu námskeið en styrkfjárhæð getur numið allt að 90% endurgreiðslu á reikningi en þó aldrei meira en kr. 130.000,- á ári. 

Styrkir til einstaklinga voru samtals í krónum talið 28.9 milljónir króna og þar á bak við 353 félagsmenn.  Nánar sundurliðun var sem hér segir:

Efling kr.20.163,4555,-
VSFK kr. 7.614.825,-
Hlíf kr. 1.157,910,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér