Category: Almennar fréttir

Rafræn fræðsla nýjung hjá sjóðnum

Rafræn fræðsla nýjung hjá sjóðnum

Framkvæmdastjóri Starfsafls, Lísbet Einarsdóttir, segir frá  þeirri nýjung hjá sjóðnum að styrkja rafræna fræðslu innan fyrirtækja, í nýjasta fréttablaði Eflingar.   Breytt umhverfi kallar á breytt verklag en rafræn fræðsla felur m.a. í sér mikinn sveigjanleika fyrir fyrirtæki og starfsmenn.  Þá hefur sjóðurinn einnig tekið upp svokallaða hvatastyrki og er hann hugsaður fyrir fyrirtæki sem eru […]

Áhugavert klasasamstarf

Áhugavert klasasamstarf

Í viðtal við Valdísi Önnu Steingrímsdóttur, verkefnastjóra Starfsafls í fréttablaði Eflingar, segir hún frá áhugaverðu klasasamstarfi fyrirtækja í ferðaþjónustu í Hveragerði.   Samstarfið felur í sér samnýtingu á fræðslustjóra að láni og koma sex fyrirtæki að verkefninu.   Starfsafl er bakhjarl verkefnisins ásamt Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks,Valdís Anna er verkefnastjóri þess og ráðgjafi verkefnisins er Sverrir Hjálmarsson frá Vexti […]

Fréttablað Eflingar í fræðslugír

Fréttablað Eflingar í fræðslugír

Í nýjasta fréttablaði Eflingar, sem kom út nú í vikunni, er gerð góð grein fyrir þeirri fræðsludagskrá sem fyrirhuguð er fram á vorið fyrir félagsmenn Eflingar.    Starfsafl mælir með því að þeir sem fara með fræðslu- og starfsmenntamál innan sinna fyrirtækja, kynni sér dagskrána og komi henni á framfæri þar sem það á við.  […]

5 milljónir til fyrirtækja

5 milljónir til fyrirtækja

Á síðasta mánuði ársins 2016, frá 7 desember til ársloka, bárust 35 umsóknir til Starfsafls frá 18 fyrirtækjum. Sem fyrr er fjölbreytnin talsverð og aukning í umsóknum frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu, en af þeim 18 fyrirtækjum sem sóttu um styrk til sjóðsins eru 17 í ferðaþjónustu.   Sé litið nánar til þeirra umsókna sem bárust […]

Starfsafl styrkir Samskip

Starfsafl styrkir Samskip

Greiddur hefur verið styrkur til Samskipa að upphæð kr. 581.175,- og var þar um að ræða styrk vegna endurmenntunarnámskeiða fyrir atvinnubílstjóra sem starfa hjá fyrirtækinu. Um fræðsluna sá Framvegis, miðstöð símenntunar. Lögum samkvæmt ber atvinnubílstjórum, með ökuréttindi til að aka stórum ökutækjum í atvinnuskyni, að taka reglubundna endurmenntun vilji þeir viðhalda sínum réttindum og er það […]

Afgreiðsla um hátíðarnar

Afgreiðsla um hátíðarnar

Vegna jólahátíðarinnar verða umsóknir sem berast sjóðnum frá 22. desember og til áramóta afgreiddar mánudaginn 3. janúar. Þá er opnunartími skertur næstu daga; lokað kl. 15:00 á þorláksmessu og lokað 27. og 28. desember.  30. desember, daginn fyrir gamlársdag, er lokað kl. 15:00.   Starfsfólk Starfsafls óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir […]

Rafræn fræðsla styrkt

Rafræn fræðsla styrkt

Áhrif tækninýjunga og rafrænna lausna í námi hafa aukist mikið s.l. ár og er fræðsla innan fyrirtækja þar ekki undanskilin.  Í því samhengi hefur Starfsafl ákveðið að styrkja rafræna fræðslu fyrirtækja og styðja þar við enn frekar við fyrirtæki sem halda uppi öflugu fræðslustarfi.   Það eru óteljandi kostir við rafræna fræðslu, s.s. bíður hún […]

Hvatastyrkir

Hvatastyrkir

Rafræn fræðsla innan fyrirtækja sækir sífellt í sig veðrið og er svo komið að fjöldi fyrirtækja framleiðir eigin fræðsluefni fyrir sitt starfsfólk.  Í því felst sparnaður til lengri tíma litið en fjárþörf getur verið mikil í upphafi.  Til að bregðast við því og mæta aukinni þörf fyrirtækja hefur Starfsafl tekið upp á þeirri nýbreytni að […]

Styrkumsóknir fyrirtækja afgreiddar strax

Styrkumsóknir fyrirtækja afgreiddar strax

Starfsafl hefur tekið upp breytt verklag sem felur í sér að styrkumsóknir fyrirtækja eru ekki lengur lagðar fyrir stjórn heldur afgreiðir starfsfólk styrkumsóknir í umboði stjórnar.  Þetta breytta verklag var samþykkt á fundi stjórnar þann 6. desember sl.   Í þessu felst mikil og góð hagræðing fyrir þau fyrirtæki sem sækja til sjóðsins þar sem styrkir […]

7 milljónir í desember

7 milljónir í desember

Á fundi stjórnar Starfsafls 6. desember sl. voru afgreiddar  styrkumsóknir til alls 20 fyrirtækja.  Heildarstyrkupphæð var rúmlega 7 milljónir króna og nær til 314 starfsmanna.  Aldrei fyrr hefur verið greitt svo há upphæð í styrki sem undirstrikar þann kraft sem er innan fyrirtækja í fræðslumálum.  Sé litið til þeirra námskeiða sem styrkt voru má sjá  fjölbreytni námskeiða er […]