Flottur hópur þerna á námskeiði

Það var flottur hópur þerna sem mætti á námskeið fyrir herbergisþernur sem hófst hjá Mími Símenntun í gær, þriðjudaginn 31. janúar. Það var að ósk Eflingar og Starfsafls sem þetta námskeið er haldið og standa vonir til að námskeið af þessu tagi verði haldin reglulega yfir árið.
 
Markmið námsins er að auka faglega færni herbergisþerna í starfi. Námskeiðið er 60 kennslustundir og  hentar vel starfsmönnum á fyrstu árum í starfi. Einnig er námsefnið  miðað við gæðakerfi Vakans.
 
Námsþættir:
Kynning á námi og sjálfstyrking
Árangursrík samskipti
Fjölmenning
Gildi ferðaþjónustu
Fagtengd íslenska
Þjónusta grunnþættir
Líkamsbeiting
Öryggismál
Réttindi og skyldur á vinnumarkaði
Skyndihjálp
Námsmat og umræður
 
Kennt er á ensku. Verð 63.650 kr. og  75% endurgreitt frá Starfsafli.