Menntaverðlaun og Menntasproti 2017

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Menntaverðlaun atvinnulífsins 2017 á menntadegi atvinnulífsins sem haldinn var í fjórða sinn á Hilton Reykjavík Nordica.  Í ár var það Alcoa Fjarðarál sem valið var menntafyrirtæki ársins en mikill metnaður er lagður í menntun, þjálfun og fræðslu starfsfólks á hverjum degi. Fyrirtækið rekur stóriðjuskóla sem er samstarfsverkefni Fjarðaáls, Austurbrúar og Verkmenntaskóla Austurlands en um 50 nemendur stunda nám við skólann á hverjum tíma.
 
Þá var Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs, afhent viðurkenningin Menntasproti ársins 2017. Keilir var stofnaður árið 2007 og starfar á Ásbrú í Reykjanesbæ á gamla varnarsvæði Bandaríska hersins. Keilir er alhliða menntafyrirtæki í eigu háskóla, fyrirtækja og almannasamtaka. Á aðeins tíu árum hefur tekist að breyta yfirgefinni herstöð í þekkingarþorp.
Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni SA og aðildarsamtaka og var viðburðurinn styrktur af Starfsafli um  400 þúsund krónur.