Starfsafl styrkir Rauða krossinn
![](https://starfsafl.is/wp-content/uploads/2017/01/skyndi-300x200.jpg)
Rauði krossinn telur mikilvægt að bjóða upp aðgengileg og fjölbreytt skyndihjálparnámskeið og koma þannig til móts við ólíkar og breyttar þarfir almennings og fyrirtækja í landinu. Í ljósi þess hefur Rauði krossinn ráðist í það verkefni að þróa frá grunni stutt vefnámskeið í skyndihjálp og hefur stjórn Starfsafls samþykkt að styrkja verkefnið um 500.000,- kr.
Vefnámskeiðið mun standa öllum landsmönnum til boða án endurgjalds,þ.m.t. félagsmönnum Flóabandalagsins og var það á grundvelli þess sem stjórn samþykkti styrkveitinguna auk þess sem mikilvægi námskeiðs af þessu tagi er óumdeilt.
Myndin sem fylgir fréttinni er fengin af vef Rauða krossins.