Starfsafl styrkir Rauða krossinn

Rauði krossinn er leiðandi aðili í útbreiðslu skyndihjálpar um allan heim og hefur umsjón með málaflokknum hér á landi skv. samningi við stjórnvöld. Hlutverk félagsins er m.a. að annast þjálfun leiðbeinenda, bjóða upp á fjölbreytt skyndihjálparnámskeið, útgáfa fræðsluefnis fyrir almenning auk þess að halda úti heimasíðunni skyndihjalp.is svo fátt eitt sé talið.
 
Rauði krossinn telur mikilvægt að bjóða upp aðgengileg og fjölbreytt skyndihjálparnámskeið og koma þannig til móts við ólíkar og breyttar þarfir almennings og fyrirtækja í landinu. Í ljósi þess hefur Rauði krossinn ráðist í það verkefni að þróa frá grunni stutt vefnámskeið í skyndihjálp og hefur stjórn Starfsafls samþykkt að styrkja verkefnið um 500.000,- kr.
 
Vefnámskeiðið mun standa öllum landsmönnum til boða án endurgjalds,þ.m.t. félagsmönnum Flóabandalagsins og var það á grundvelli þess sem stjórn samþykkti styrkveitinguna auk þess sem mikilvægi námskeiðs af þessu tagi er óumdeilt.
 
Myndin sem fylgir fréttinni er fengin af vef Rauða krossins.