Þernur og dyraverðir – Starfsafl styrkir 75%

Á næstu vikum hefjast tvö námskeið á vegum Mímis símenntunar sem sett voru upp að beiðni Starfsafls og Eflingar. Um er að ræða námskeið fyrir þernur og námskeið fyrir dyra- og næturverði en eftir því hefur verið kallað af hálfu rekstraraðila og félagsmanna. Bæði námskeiðin verða styrkt eins og reglur Starfsafls segja til um fyrir félagsmenn Eflingar, VSFK og Hlífar, eða um 75% af námskeiðsgjaldi.
 
Námskeiðið fyrir þernur hefst nú í lok janúar og er því námskeiði ætlað að skila meira öryggi í starfi og hótelgestum enn betri þjónustu.  Námskeiðið fyrir dyra- og næturverði hefst í lok febrúar og er ætlað starfandi dyravörðum en einnig hentar námið öðru starfsfólki á hótelum og veitingahúsum, t.d. þeim sem vinna næturvaktir. 
 
Námskeið fyrir þernur:
 

Markmið námsins er að auka faglega færni herbergisþerna í starfi. Námskeiðið er 60 kennslustundir. Námið er hentar vel starfsmönnum á fyrstu árum í starfi. Námsefni miðað við gæðakerfi Vakans.
Kennt verður á ensku. Verð 63.650 kr. Fyrirtæki fá 75% endurgreitt frá Starfsafli.
Námið hefst:  31. jan. til 21. mars
Kennt: þri. og fim. kl. 13:00-15:50.

Skráning hjá Eflingu stéttarfélagi í s. 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is

 
Námskeið fyrir dyraverði og næturverði:
 
Þátttakendur sem lokið hafa þessu tuttugu og fjögurra kennslustunda námi geta fengið dyravarðaskírteini sem gildir í þrjú ár ef þeir uppfylla skilyrði til að starfa sem dyraverðir.
 
Dyraverðir skulu fullnægja eftirtöldum almennum skilyrðum:
  a) Vera að minnsta kosti 20 ára.
  b) Hafa ekki gerst sekir um ofbeldis- eða fíkniefnabrot á síðastliðnum fimm árum. Leggja skal fram saka¬vottorð því til staðfestu.
      Erlendir ríkisborgarar skulu leggja fram saka¬vottorð frá sínu heimalandi.
 
Sótt er um dyravarðaskírteini á lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Þeir sem hafa gilt dyravarðaskírteini til eins árs þurfa ekki að sækja um staðfestingu frá lögreglunni. Hægt er að sækja um dyravarðaskírteini til þriggja ára áður en námskeið hefst og verður það þá afhent við námskeiðslok. Til að ljúka námskeiðinu þarf að ná minnst 80% mætingu.
 
Kennt er á íslensku. Verð: 27.000 kr. Fyrirtæki fá 75% endurgreitt frá Starfsafli.
Námið hefst: 27. febrúar til 15. mars
Kennt: Mán. og mið. frá kl. 16:30-19:25.
Skráning hjá Eflingu stéttarfélagi í s. 510 7500 eða á netfangið efling@efling.is