Hæfnisetur ferðaþjónustunnar

Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvalda um heildstæðar lausnir og úrbætur til að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi.  Um er að ræða skýra stefnumörkun stjórnvalda og atvinnulífs um vilja til að auka arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu með því að auka hæfni og um leið verðmætasköpun en fjárfesting í hæfni starfsfólks er grundvallaratriði í sókn íslensku ferðaþjónustunnar til að auka gæði, starfsánægju, framleiðni og arðsemi.
 
Starfsemi setursins snýst um að uppfylla þarfir ferðaþjónustunnar fyrir aukna hæfni og auðvelda fyrirtækjum að fjárfesta í hæfni starfsmanna. Byggt verður m.a. á hæfnigreiningum starfa til að undirbúa fræðslu og þjálfunarúrræði. Þá verður lögð áhersla á samvinnu við greinina, aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvöld við að þróa leiðtogafræðslu, námslotur fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu, þrepaskipt starfsnám og raunfærnimat í starfsgreinum ferðaþjónustunnar.
 
Starfsafl fagnar þessum merka áfanga og mun leggja sitt afl á vogarskálarnar.
 
 
Myndin er fengin að láni af vef Fræðlumiðstöðvar atvinnulífsins og er frá undirritun samnings um Hæfnisetur ferðaþjónustunnar.