80 fyrirtæki styrkt árið 2016

Þau 80 fyrirtæki sem sóttu um í sjóðinn komu víðsvegar að en fyrirtæki í ferðaþjónustu voru þar fjölmennust, s.s hótel, veitinga- og rútufyrirtæki. Þá voru fyrirtæki sem sérhæfa sig í hreingerningum ekki síður dugleg að sækja í sjóðinn, öryggisfyrirtæki og fiskvinnsla, svo dæmi séu tekin. Einnig er áhugavert að skoða breiddina í fræðslu innan fyrirtækja og þær leiðir sem eru farnar.
Nú strax í upphafi árs má finna mikla aukningu í umsóknum til sjóðsins og ljóst að enn eitt metið verður slegið þetta árið. Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér þær leiðir sem eru í boði er bent á að hafa samband við skrifstofu Starfsafls.