Category: Almennar fréttir

Loftorka fær Fræðslustjóra að láni

Loftorka fær Fræðslustjóra að láni

Í gær, fimmtudaginn 30. mars, var undirritaður samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Loftorku Reykjavík ehf, í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Garðabæ.  Að verkefninu kemur einnig Verkstjórasamband Íslands og nemur styrkupphæð um hálfri milljón króna, þar af er hlutur Starfsafls um 350 þúsund krónur.     Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra […]

Námskeiði fyrir þernur lokið

Námskeiði fyrir þernur lokið

Í gær lauk námskeiði fyrir þernur sem haldið var hjá Mími símenntun að tilstuðlan Starfsafls og Eflingar.  Af því tilefni var formleg útskrift þar sem nemendum var afhent viðurkenningarskjal.  Við það tækifæri flutti Inga Jóna Þórisdóttir, sviðsstjóri hjá Mími Símenntun, ávarp og  sagði hún í ávarpi sínu það vera samdóma álit þeirra leiðbeinanda sem komu að náminu að […]

Eigin fræðsla – námsgögn

Eigin fræðsla – námsgögn

Fyrirtæki geta sótt um styrki til að kosta eigin fræðslu sem fram fer innan fyrirtækjanna með eigin leiðbeinendum og innifelur sá styrkur jafnframt, ef við á, styrk vegna námskeiðsgagna að upphæð kr. 350,- fyrir hvern námsmann.     Að gefnu tilefni er á það bent að fyrirtæki sem sækja um styrk vegna eigin fræðslu og […]

Afgreiddar umsóknir í febrúar

Afgreiddar umsóknir í febrúar

Í febrúar afgreiddi Starfsafl óvenju margar umsóknir til fyrirtækja eða alls 48.  Á bak við þann fjölda eru 800 starfsmenn, 23 fyrirtæki og samanlagður kostnaður um 3 milljónir. Sem fyrr vantar uppgjör vegna samninga um eigin fræðslu og vegna fræðslustjóra að láni, svo samanlögð fjárhæð styrkja fyrir febrúarmánuð verða talsvert hærri.   Þær umsóknir sem bárust voru […]

Endurmenntun atvinnubílstjóra

Endurmenntun atvinnubílstjóra

Að gefnu tilefni er á það bent að sömu reglur gilda um styrki vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra og aðra starfstengda fræðslu sem er styrkt, sbr. eftirfarandi:   Starfsafl styrkir að öllu jöfnu fyrirtæki um 75% af kostnaði fyrir sína félagsmenn en þó aldrei meira en 40 þúsund fyrir hverja kennda klukkustund. Fyrirtæki geta fengið allt að […]

Verkefnið var áskorun fyrir okkur

Verkefnið var áskorun fyrir okkur

Í lokahófi sem haldið var af tilefni þess að klasaverkefni Fræðslustjóra að láni er lokið, sagði Valdís Steingrímsdóttir, verkefnastjóri Starfsafls, eftirfarandi í ávarpi sínu:   „Þetta verkefni hefur  verið áskorun fyrir okkur öll sem tókum þátt í því  og sérstaklega fyrir fyrirtækin sem eru jú í samkeppni en sáu tækifærið sem þetta verkefni býður upp á, […]

Samstarf mikilvægara en samkeppni

Samstarf mikilvægara en samkeppni

Nú er lokið klasaverkefni í Fræðslustjóra að láni í ferðaþjónustu en verkefnið var fjármagnað af Starfsafli og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks. Þau fyrirtæki sem tóku þátt í verkefninu voru Frost og funi, Skyrgerðin-Cafe & Bistro, Hótel Örk, Almar bakari og Gistiheimilið Frumskógar. Ráðgjafi í verkefninu var Sverrir Hjálmarsson, stjórnunarráðgjafi hjá Vexti og ráðgjöf og verkefnastjórar þess voru Valdís Steingrímsdóttir, Starfsafli […]

Styrkir til 13 fyrirtækja

Styrkir til 13 fyrirtækja

Það er mikið um að vera í fræðslumálum fyrirtækja og ljóst að árið fer vel af stað.  Í janúar voru afgreiddir styrkir til 13 fyrirtækja og var samanlögð upphæð styrkja 2.5 milljónir króna. Í þá samtölu vantar uppgjör vegna samninga um eigin fræðslu og einn samning vegna fræðslustjóra að láni, svo líklega mun samanlögð fjárhæð […]

Starfsafl á menntadegi

Starfsafl á menntadegi

Fjöldi góðra gesta lagði leið sína að kynningarbás Starfsafls á menntadegi atvinnulífsins sem haldinn var á Nordica fimmtudaginn 2. febrúar.  Mannauðs- og fræðslustjórar voru áhugasamir um þær leiðir sem eru mögulegar og þá var m.a. rætt um þann öra vöxt í ferðaþjónustu og hvernig hægt væri að mæta því með aukinni fræðslu.  Þá var rætt […]

Menntaverðlaun og Menntasproti 2017

Menntaverðlaun og Menntasproti 2017

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Menntaverðlaun atvinnulífsins 2017 á menntadegi atvinnulífsins sem haldinn var í fjórða sinn á Hilton Reykjavík Nordica.  Í ár var það Alcoa Fjarðarál sem valið var menntafyrirtæki ársins en mikill metnaður er lagður í menntun, þjálfun og fræðslu starfsfólks á hverjum degi. Fyrirtækið rekur stóriðjuskóla sem er samstarfsverkefni Fjarðaáls, Austurbrúar […]