Ársfundur Starfsafls

Ársfundur Starfsafls verður haldinn fimmtudaginn 4. maí nk. Að þessu sinni verður opinn fundur á Vox Club, Hilton Reykjavík Nordica, þar sem veitt verður innsýn í nokkur verkefni sem Starfsafl hefur styrkt.
 
Dagskrá: 13:30 – 15:00
 
• Fomaður stjórnar Starfsafls,Hlíf Böðvarsdóttir  framkvæmdastjóri mannauðssviðs Securitas,
bíður gesti velkomna
• Framkvæmdastjóri Starfsafls, Lísbet Einarsdóttir horfir um öxl  og fer yfir starfsárið      
• Klasaverkefni  í fræðslu – Sverrir Hjálmarsson, ráðgjafi hjá Vexti og ráðgjöf
• Fræðsla hjá MS – Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri MS
• Fræðslustjóri að láni – Eva K. Þórðardóttir, starfsmannastjóri hjá Grillhúsinu
• Eimskip og eigin fræðsla – Sigríður Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Eimskips á Íslandi
 
Að loknum fundi verður boðið upp á léttar veitingar
 
Skráning þátttöku á starfsafl@starfsafl.is
 
Þeir sem starfa að fræðslumálum fyrirtækja eru hvattir til að mæta og þá sérstaklega þeir sem eru með starfsfólk innan Eflingar, VSFK og Hlífar og hafa áhuga á að efla fræðslu innan sinna fyrirtækja.