Radison Blu 1919 fær fræðslustjóra að láni

Undirritaður hefur verið samningur við Radison Blu 1919 Hotel  um verkefnið Fræðslustjóri að láni.  Að verkefninu koma tveir sjóðir, Starfsafl og SVS, þar sem sá fyrrnefndi leiðir verkefnið.  

Verkefnið felur í sér að sjóðurinn leggur til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþörf fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni.  Ráðgjafinn í hlutverki fræðslustjórans er að þessu sinni  Ragnar Matthíasson hjá RM ráðgjöf en hann hefur komið inn í fjölda fyrirtækja og stýrt álíka verkefnum fyrir hönd sjóðanna.

Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greining og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins.  Allur kostnaður vegna ráðgjafans er greiddur af þeim sjóðnum en framlag fyrirtækisins felst í framlögðum tíma starfsfólks.

Radisson Blu 1919 er hluti af einni stærstu og virtustu hótelkeðju heims, eða Radisson BLU.  Það er staðsett við Pósthússtræti og telur 50 starfsmenn.

 
Myndin tengist ekki hótelinu og er úr myndasafni Starfsafls.