Ársskýrsla 2016

Á árssfundi Starfsafls sem haldinn var í gær, fimmtudaginn 4. maí, var ársskýrsla Starfsafls  kynnt. Í ársskýrslunni er farið yfir störf stjórnar, breytt verklag við agreiðslu umsókna, þær breytingar sem gerðar hafa verið á reglum sjóðsins, sértæk verkefni og helstu tölur ársins kynntar.

Starfsemi ársins var lífleg, aukning var í styrkveitingum og aldrei fyrr hafa verið gerðir eins margir samningar um eigin fræðslu fyrirtækja eða verkefnið fræðslustjóra að láni.  Það er því ljóst að fræðsla innan fyrirtækja fer vaxandi og sífellt fleiri fyrirtæki gera sér grein fyrir mikilvægi þess að hlúa að sínum mannauð með markvissri fræðslu. 

Hér má skoða ársskýrsluna í heild sinni