25 umsóknir í mars

Í marsmánuði bárust styrkir til Starfsafls sem aldrei fyrr. Alls bárust 25 umsóknir frá 15 fyrirtækjum. Af þessum 25 umsóknum var þremur hafnað.
 
Alls voru greiddar út tæplega ein milljón og tvöhundruð þúsund, en styrkloforð tímabilsins nema tæpum tveimur milljónum króna.  Ekki liggja fyrir tölur  vegna fræðslustjóra að láni né eigin fræðslu, en slík verkefni hlaupa að jafnaði á hundruðum þúsunda en vegna formsins á afgreiðslu umsókna, skýrist það ekki fyrr en að einhverjum vikum liðnum.
 
Verkefnin sem voru styrkt voru fjölbreytt að vanda.  Tveir styrkir voru veittir vegna aukinna ökuréttinda, þrír vegna fræðslustjóra að láni, eitt styrkloforð vegna eigin fræðslu og tvö vegna íslenskunámskeiða. 
 
Önnur námskeið voru framsögn og tjáning, Franklin Covey, HACCP, skyndihjálp, samskipti, tækninámskeið, tölvur, vinnuvélaréttind, þjónustunámskeið  og öryggisnámskeiða.
 
Það er óhætt að segja að fyrirtæki sækja í sjóðinn í auknu mæli og gera sér vel grein fyrir því hversu sterkur bakhjarl Starfsafl getur verið þegar kemur að skipulagningu og fjármögnun fræðslu. 
 
Þeim fyrirtækjum sem hafa á að skipa starfsfólki í Eflingu, VSFK eða Hlíf og vilja kynna sér sína möguleika, er bent á að hafa samband við sjóðinn.