Námskeið fyrir starfsþjálfa

Vakin er athygli á því að TTRAIN – Starfsþjálfun á vinnustað – námskeið fyrir starfsþjálfa í ferðaþjónustu hefst 27. apríl nk.
 
Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma að þjálfun starfsfólks innan ferðaþjónustufyrirtækja. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur mismunandi kennsluaðferðum og mikilvægi skapandi aðferða í námi og kennslu. Einnig er farið í gegnum leiðtogahlutverk starfsþjálfans og hvernig hægt sé að hvetja starfsfólk til þátttöku og ábyrgðar í sinni vinnu.
 
Samhliða fræðslunni fá þátttakendur tækifæri til þess að skipuleggja og framkvæma þjálfun á vinnustað þar sem aðferðir og hugmyndir af námskeiðinu eru notaðar. Þetta fyrirkomulag styrkir verðandi starfsþjálfa í sjálfstæðum vinnubrögðum undir handleiðslu.
 
Námið byggir á samevrópsku verkefni sem styrkt er af Erasmus+ menntaáætlun ESB. Verkefnisstjórn er í höndum Rannsóknaseturs verslunarinnar og einnig taka þátt í því Samtök ferðaþjónustunnar og Háskólinn á Bifröst. Erlendir samstarfsaðilar eru frá Finnlandi, Austurríki og Ítalíu
 
Kennt verður í þremur kennslulotum í Reykjavík en síðasta lotan verður  í Húsi atvinnulífsins þann 11. maí.
 
Sérkjör eru í boði fyrir félagsmenn í SAF og þá styrkir Starfsafl félagsmenn í Eflingu, VSFK og Hlíf, eins og reglur sjóðsins segja til um.
 
Skráningarfrestur er til og með 17. apríl nk.
 
Skráning og  nánari upplýsingar hér
 
Allar nánari upplýsingar veitir María Guðmundsdóttir, fræðslustjóri SAF, í síma 822-0056 eða í gegnum netfangið maria@saf.is
 
Reglur um styrki Starfsafls til fyrirtækja  má sjá hér