Á árssfundi Starfsafls sem haldinn var í gær, fimmtudaginn 4. maí, var ársskýrsla Starfsafls kynnt. Í ársskýrslunni er farið yfir störf stjórnar, breytt verklag við agreiðslu umsókna, þær breytingar sem gerðar hafa verið á reglum sjóðsins, sértæk verkefni og helstu tölur ársins kynntar. Starfsemi ársins var lífleg, aukning var í styrkveitingum og aldrei fyrr hafa verið gerðir […]
Category: Almennar fréttir
Styrkloforð vel á þriðju milljón króna
Það er óhætt að segja að vel hefur verið sótt í sjóðinn sl. mánuði. Sé litið eingöngu til aprílmánaðar þá voru veitt styrkloforð fyrir 2.5 milljónir króna en sökum eðli verkefna þá eru enn ógreiddir styrkir fyrir tæpa milljón króna. Þær greiðslur koma til þegar verkefnum er lokið en þær eru vegna eigin fræðslu fyrirtækja og […]
Radison Blu 1919 fær fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur við Radison Blu 1919 Hotel um verkefnið Fræðslustjóri að láni. Að verkefninu koma tveir sjóðir, Starfsafl og SVS, þar sem sá fyrrnefndi leiðir verkefnið. Verkefnið felur í sér að sjóðurinn leggur til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþörf fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. Ráðgjafinn í hlutverki […]
Ársfundur Starfsafls
Ársfundur Starfsafls verður haldinn fimmtudaginn 4. maí nk. Að þessu sinni verður opinn fundur á Vox Club, Hilton Reykjavík Nordica, þar sem veitt verður innsýn í nokkur verkefni sem Starfsafl hefur styrkt. Dagskrá: 13:30 – 15:00 • Fomaður stjórnar Starfsafls,Hlíf Böðvarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Securitas, bíður gesti velkomna • Framkvæmdastjóri Starfsafls, Lísbet Einarsdóttir horfir um öxl og fer yfir starfsárið […]
Hæfni-og þarfagreiningu lokið
Í lok síðasta árs tók Starfsafl ásamt Efling, VSFK og Hlíf höndum saman um að ráðast í og fjármagna hæfni- og þarfagreiningu á fræðslu fyrir hópferðabílstjóra. Ástæða þess er breytt starfsumhverfi hópferðabílstjóra og aukinn fjölbreytileiki starfa sem kallar á viðeigandi fræðslu. Óskað var eftir því við Mímir Símenntun, fræðslufyrirtæki á sviði framhaldsfræðslu og starfsmenntunar, að […]
Eva Björk nýr starfsmaður
Í dag hóf störf hjá Starfsafli Eva Björk Guðnadóttir. Eva Björk mun taka við verkefnum Valdísar A. Steingrímsdóttur, verkefnastjóra Starfsafls, sem fer í ársleyfi um næstu mánaðarmót. Eva Björk verður í hlutastarfi og fela verkefni hennar í sér þjónustu við viðskiptavini Starfsafls, afgreiðslu fyrirtækjastyrkja og almenna skrifstofuumsjón. Starfsafl býður Evu Björk velkomna til starfa.
Ekki bara nice to have….
Í gær, fimmtudag, var áhugaverð ráðstefna á Hótel Sögu sem samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland hélt og bar yfirskriftina Þekking og færni innan matvælagreina. Dagskráin var, eins og yfirskrift hennar bar með sér, helguð þjálfun og fræðslu og er það vel því mikilvægt er að stjórnendur hugi vel að þessum þætti í því ferli að […]
Starfsafl og ferðaþjónustan
Á ári hverju sækir fjöldi fyrirtækja styrk til Starfsafls og er aukning á milli ára stigvaxandi. Þau fyrirtæki sem sótt geta til Starfsafls eru fyrirtæki með starfsfólk innan Eflingar, VSFK og Hlífar, en þau eru fjölmörg og í ólíkum greinum, s.s. fiskvinnslu, iðnaði og ferðaþjónustu, svo dæmi séu tekin. Þá er hámarksstyrkur til fyrirtækja um 3 milljónir […]
25 umsóknir í mars
Í marsmánuði bárust styrkir til Starfsafls sem aldrei fyrr. Alls bárust 25 umsóknir frá 15 fyrirtækjum. Af þessum 25 umsóknum var þremur hafnað. Alls voru greiddar út tæplega ein milljón og tvöhundruð þúsund, en styrkloforð tímabilsins nema tæpum tveimur milljónum króna. Ekki liggja fyrir tölur vegna fræðslustjóra að láni né eigin fræðslu, en slík verkefni hlaupa að jafnaði […]
Námskeið fyrir starfsþjálfa
Vakin er athygli á því að TTRAIN – Starfsþjálfun á vinnustað – námskeið fyrir starfsþjálfa í ferðaþjónustu hefst 27. apríl nk. Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma að þjálfun starfsfólks innan ferðaþjónustufyrirtækja. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur mismunandi kennsluaðferðum og mikilvægi skapandi aðferða í námi og kennslu. Einnig er farið í gegnum leiðtogahlutverk starfsþjálfans og […]