Fjórföld aukning umsókna

Umsóknum til Starfsafls hefur langt í frá fækkað þó komið sé sumar og sumarfrí starfsfólks farin að fylla dagskrána.  Í maímánuði bárust sjóðnum 27 umsóknir frá 17 fyrirtækjum en það er fjórföld aukning frá sama tíma á síðasta ári. 
 
Styrkloforð í krónum talið eru tæplega 5 milljónir króna og þegar hafa verið greiddar út rúmar 3 milljónir.  Þrjár umsóknir voru vegna eigin fræðslu og þrjár vegna verkefnisins Fræðslustjóri að láni. Tveimur umsóknum hefur verið hafnað og fjórar bíða afgreiðslu þar sem gögn vantar. 
 
Önnur námskeið sem voru styrkt voru eftirfarandi:
 
Vinnuvélapróf
EMR vettvangsliðar
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Endurmenntun EMR
Frumnámskeið
Fræðsla um einelti og kynferðislega áreitni
HACCP 3 BRC
Hugleiðslunámskeið
Íslenska fyrir erlenda starfsmenn
Íslenska fyrir stjórnendur
Jafnvægi starfs og einkalífs
Leiðtoganámskeið
Líkamsbeiting-Vinnuvernd
Markmiðasetning
Námskeið um BRC og öryggi
Outlook
Samfélagsmiðlar og sýnileiki ferðaþjónustu
Skyndihjálpanamskeið
Starfsmannasamtöl
Stjórnendanámskeið
Verk-og stjórnendanámskeið
Vinnuvélapróf á pólsku
Well Conrol, sérnámskeið
Ökuréttindi
 
Þá var þjónusta túlka við námskeið styrkt í einhverjum tilfellum en samkvæmt reglum Starfsafls er greitt að hámarki kr. 5.000 pr. klst. fyrir túlkaþjónustu sem fer fram á námskeiðum en þó aldrei hærra en 75% af kostnaði.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Á myndinni má sjá hlutfall afgreiddra umsókna í maí 2016 samanborið við maí 2016
 
Á sama tímabili árið 2016 voru umsóknir 7 talsins og þar af var einni hafnað þar sem enginn félagsmaður tilheyrði Starfsafli. Allar umsóknirnar voru vegna námskeiða að einni undanskilinni sem var vegna eigin fræðslu.  Heildarupphæð greiddra styrkja þá var 1.2 milljónir króna.  Það er verulega áhugavert að skoða þá aukningu sem á sér stað á milli ára og má þar vafalítið þakka áttinni, sameiginlegri vefgátt starfsmenntasjóða, en með tilkomu hennar hefur umsóknarferlið verið einfaldað til muna og fyrirtækjum gert kleift að sækja um styrki án teljandi fyrirhafnar.