Styrkloforð rúmlega 20 milljónir króna

Á fyrstu 5 mánuðum ársins 2017 hafa verið veitt styrkloforð fyrir rúmlega 20 milljónir kr. Þar af hafa tæplega 16 milljónir verið greiddar út til fyrirtækja.

Fjöldi umsókna á þessum fyrri hluta er töluverður, en alls hafa borist 168 umsóknir frá 65 fyrirtækjum.   Örfáum umsóknum var hafnað og er ástæðan alla jafna þar að baki sú að enginn félagsmaður tilheyrir Starfsafli eða gögn hafa verið ófullnægjandi.

Þá hafa borist 16 umsóknir um samning vegna eigin fræðslu og þar af 12 undirritaðir. Vegna verkefnisins Fræðslustjóri að láni hafa borist 15 umsóknir á árinu og er vinna í gangi í fjórum verkefnum, þremur er lokið, hætt við eitt og þau sem eftir standa eru ekki farin af stað.

Dæmi um námskeið sem hafa verði styrkt eru eftirfarandi:

ADR

Aukin ökuréttindi

Brunanámskeið, s.s. brunakerfi á veitingahúsum

Brýninganámskeið

Dale Carnegie

EMR vettvangsliðar og endurmenntun EMR

Endurmenntun atvinnubílstjóra

Ensku námskeid

Excel námskeid

Fjölmenning

Framsögn og tjáning

Franklin Covey

Frumnámskeið

Fræðsla um einelti og kynferðislega áreitni.

Liðsheild

Gæðastjórnun

HACCP og HACCP 3 _ BRC

Heilsa og öryggi

Hugleiðslunámskeið

INSTA-800 staðall

Islensku námskeid, s.s. íslenska fyrir erlenda starfsmenn og íslenska fyrir stjórnendur.

Jafnvægi starfs og einkalífs

Leiðtoganámskeið

Liðsheildarnámskeið

Líkamsbeiting og vinnuvernd

Lyftaranámskeið

Markmiðasetning

Meðferð matvæla

Meirapróf

Menning og túlkaþjónusta

Menntastoðir

Merking vinnusvæða

Námskeið um BRC og öryggi

Outlook

Samfélagsmiðlar og sýnileiki í  ferðaþjónustu

Samskiptanámskeið

Sjúkraflutningnámskeið EMT

Skyndihjálp

Starfsmannasamtöl

Stjórnendafræðsla

Þjónustunamskeid

Túlkaþjónusta

Tækninámskeið

Verk-og stjórnendanám

Vinnuvelanamskeid

Þjónanámskeið

Þjónusta í sal

Öryggisnámskeið

 

Það er mikill stígandi í fjölda umsókna það sem af er ári og ljóst að ekkert lát er á. Mikill vilji er innan fyrirtækja til fjárfesta í sínum mannauði og þar getur Starfsafl svo sannarlega veitt fjárhagslegan stuðning en fyrirtæki geta sótt allt að þrjár milljónir króna í sjóðnn, sbr. reglur þar um.  Nánari upplýsingar má finna á vef Starfsafls www.starfsafl.is eða í síma 5107550