RÚV fær Fræðslustjóra að láni

Í gær, þriðjudaginn 4 júlí, var undirritaður samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við RÚV, ríkisútvarp. Verkefnið tekur til tæplega þrjúhundurð starfsmanna og SVS leiðir verkefnið.  Aðrir sem koma að verkefninu eru Starfsafl, Rafiðnaðarskólinn og Blaðamannafélag Íslands.

Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþörf fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni.  Ragnar Matthíasson hjá RM ráðgjöf myn stýra verkefninu en hann hefur stýrt fjölda verkefna af þessu tagi fyrir sjóðina.
 

Fræðsluáætlunin skal vera með útfærslu að leiðum, tímasetningu námskeiða og tillögum að fræðsluaðilum ásamt aðgerðum um þjálfun og menntun til styttri og lengri tíma. Greining og fræðsluáætlunin er ávallt unnin í nánu samstarfi með starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækisins.  Allur kostnaður vegna ráðgjafans er greiddur af þeim sjóðum sem að verkefninu koma en framlag fyrirtækisins felst í framlögðum tíma starfsfólks.

RÚV er sameign íslensku þjóðarinnar og hefur fylgt henni allt frá árinu 1930. RÚV, sem útvarp í almannaþjónustu, hefur þann tilgang að uppfylla lýðræðislegar, menningarlegar og samfélagslegar þarfir í þjóðfélaginu með miðlun texta, hljóðs og mynda ásamt öryggisþjónustu á sviði útvarps, segir á vef RÚV. Starfsstöðvar RÚV eru í Efstaleiti 1 í Reykjavík og á Akureyri en stefnt er að aukinni starfsemi á landsbyggðinni á næstu misserum. 

 
Nánari upplýsingar um verkefnið Fræðslustjóra að láni má nálgast á vef Starfsafls eða í síma 5107550
 
Myndin er fengin að láni af vef RÚV.