21 styrkumsókn frá 17 fyrirtækjum í júní

Í júnímánuði bárust Starfsafli 21 umsókn frá 17 fyrirtækjum.  Styrkloforð námu rúmlega  tveimur milljónum króna sem er töluvert lægri styrkupphæð en greidd var að sama tíma fyrir ári, sjá nánar hér fyrir neðan.
 
Þremur umsóknum var hafnað, þar af tveimur vegna eigin fræðslu en slíkar umsóknir eru ávallt undanfari samnings sem gera þarf fyrirfram.  Sjá nánar hér   Ein umsókn barst vegna Fræðslustjóra að láni en var síðan frestað til haustsins. 
 
Önnur námskeið sem styrkt voru eru sbr. eftirfarandi:
 
Frumnámskeið lyftarapróf
Skyndihjálp
Öryggisnámskeið
Líkamsbeiting
ADR-Grunnnámskeið
Námskeið fyrir hafnargæslumenn
Smáskipanám
Stjórnun á slysavetvangi fyrir atvinnubílstjóra
Námskeið í  herbergjaþrifjum og  veitingadeild
HACCP
Skyndihjálparnámskeið
Íslenskunámskeið fyrir erlend starfsmenn
Öryggi matvæla
Þernunámskeið
Frumnámskeið
Þjónusta v/viðskiptavini
 
Fræðsluaðilar voru m.a. eftirfarandi:
 
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Gerum betur
Iðan fræðslusetur
Mímir Símenntun
Retor fræðsla
Samgöngustofa
Skerpa
Slysavarnarfélagið
Sýni
Vinnueftirlitið,
Fræðslusetrið
Vinnuvernd og fl.
 
Sé litið til síðsata árs þá er  fjöldi umsókna svipaður eða einungis einni færri en styrkloforð í júni 2016 voru hinsvegar 3.8 milljónir króna . Munaði þar einna helst um háan styrk sem rann til fyrirtækis vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra. 
 
Fyrirtæki með starfsfólk innan Flóabandalagsins geta sótt til sjóðsins og hvetur Starfsafl fyrirtæki til að hafa samband og kanna hvaða leiðir eru mögulegar.  Þá má finna nánari upplýsingar á vef Starfsafls www.starfsafl.is eða í síma 5107550