Category: Almennar fréttir

Gæðabakstur fær Fræðslustjóra að láni

Gæðabakstur fær Fræðslustjóra að láni

Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við fyrirtækið Gæðabakstur ehf. Starfsmenn fyrirtækisins eru 165 talsins og að verkefninu koma til viðbótar við Starfsafl; SFS, Samband stjórnendafélaga, Landsmennt og Iðan. Heildarupphæð styrks er 810.000,- krónur og þar af er hlutur Starfsafls um 400.000,- kr. Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að […]

Allt að ársgamlir reikningar eru gildir

Allt að ársgamlir reikningar eru gildir

Við viljum minna á að fyrirtæki geta sótt um styrk og lagt fram reikning sem er allt að ársgamall. Skilyrði er að sá starfsmaður sem sótt er um styrk vegna hafi verið starfandi hjá fyrirtækinu þegar námskeið fór fram, nafn hans og kennitala komi fram á reikningi þar sem fyrirtækið er tilgreindur greiðandi og iðgjöld […]

Ágústmánuður fer vel af stað

Ágústmánuður fer vel af stað

Verslunarmannahelgin er liðin og vinnustaðir lifna við eftir sumardvala. Hér hjá Starfsafli er síminn loksins farinn að hringja eftir mánaðarþögn,  það hringlar í umsóknargáttinni eins og gömlum spilakassa og bersýnilegt að fyrirtækin eru mörg hver farin að skipuleggja starfið fram að áramótum. Jibbý. Það er því óhætt að segja að ágústmánuður fari vel af stað […]

Júlímánuður í tölum

Júlímánuður í tölum

Júlímánuður var einstaklega rólegur hér hjá Starfsafli hvað styrki til fyrirtækja varðar.   Alls bárust sjóðnum 13 umsóknir frá 11 fyrirtækjum, þar af bíða tvær afgreiðslu.   Samanlagt voru greiddir styrkir rétt um eina og hálfa milljón króna. Meðal námskeiða sem voru styrkt voru þjónustunámskeið, íslenskukennsla, skyndihjálp, hafnargæsla og meirapróf. Þrátt fyrir rólegheit er vöxtur í fjölda […]

6 mánaða uppgjör Starfsafls

6 mánaða uppgjör Starfsafls

Við 6 mánaða uppgjör Starfsafls á greiddum styrkjum til einstaklinga og fyrirtækja má sjá töluverða aukningu á milli ára. Það eru hinsvegar ekki óvæntar fréttir þar sem stigvaxandi sókn hefur verið í sjóðinn síðastliðin ár, þá sérstaklega hvað varðar umsóknir um fyrirtækjastyrki. Sé litið á hlutfallslega aukningu þessa fyrstu 6 mánuði þá hafa útgreiðslur styrkja […]

Færniþörf á vinnumarkaði

Færniþörf á vinnumarkaði

Sérfræðingahópur um færni- og menntunarþörf á íslenskum vinnumarkaði og skipaður var fulltrúum Vinnumálastofnunar, Alþýðusambands Íslands, Hagstofu Íslands og Samtökum Atvinnulífsins, hefur skilað skýrslu um efnið. Skýrslan ber heitið Færniþörf á vinnumarkaði – Hvernig má spá fyrir um færniþörf á íslenskum vinnumarkaði.  Í skýrslunni  koma meðal annars fram tillögur hópsins, færnispár, spáferli annarra ríkja og gögn […]

Omnom hf fær Fræðslustjóra að láni

Omnom hf fær Fræðslustjóra að láni

Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við fyrirtækið Omnom hf. Omnom er lítil súkkulaðigerð í Reykjavík sem framleiðir handgert súkkulaði, stofnuð af æskuvinunum Kjartani Gíslasyni og Óskari Þórðarsyni. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að þeir félagar hafi byrjað á þessu sem tilraun eða áskorun til að sjá hvort þeir gætu öðlast skilning á […]

36 umsóknir frá 22 fyrirtækjum í júní

36 umsóknir frá 22 fyrirtækjum í júní

Í júnímánuði ársins bárust Starfsafli 36 umsóknir frá 22 fyrirtækjum. Fyrirtækin sem um ræðir eru fjölbreytt að vanda, meðal annars í öryggisgæslu,heildsölu, fiskvinnslu, ferða – og veitingaþjónustu, svo dæmi séu tekin. Þá eru þrjú ný fyrirtæki sem ekki hafa sótt áður í sjóðinn og það er ánægjulegt. Heildarupphæð styrkloforða var á fjórðu milljón króna og […]

Ásókn í Fræðslustjóra að láni aldrei verið meiri

Ásókn í Fræðslustjóra að láni aldrei verið meiri

Á fyrstu 6 mánuðum ársins hafa sjóðnum borist 14 umsóknir vegna Fræðslustjóra að láni og hafa jafnmargir samningar verið undirritaðir, þar af fjórir samningar vegna umsókna frá 2017. Samanlagt hafa því verið teknar til skoðunar 18 umsóknir það sem af er ári. Það er gríðarleg aukning og jafngildir þeim fjölda samninga sem alla jafna er […]

Afgreiðsla takmörkuð vegna sumarleyfa

Afgreiðsla takmörkuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa Starfsafls verður alveg lokuð frá mánudeginum 11. júní til og með föstudagsins15 júní.  Frá 18 júní til 5 júlí  verður opið frá 8:30 til 12:00, mánudaga til og með fimmtudaga.  Alveg lokað á föstudögum. Fyrirspurnir er hægt að senda á [email protected] og við svörum við fyrsta tækifæri.  Einnig er hægt að snúa sér til […]