23 milljónir til einstaklinga
Heildarstyrkupphæð til einstaklinga nam rúmum 23 milljónum króna í september og hefur aldrei fyrr verið greidd út eins há upphæð í einum mánuði. Í prósentum talið er aukning á milli ára um 20% sé litið til fyrstu 9 mánaða ársins.
Starfsafl fræðslusjóður er í eigu Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins; Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun. Sá háttur er hafður á að stéttafélögin sjá um alla umsýslu styrkja til sinna félagsmanna, fyrir hönd Starfafls.
Það eru nokkir þættir sem skýra þessa aukningu, svo sem fjölgun félagsmanna hjá þeim þremur félögum sem standa að Starfsafli, þá voru styrkupphæðir hækkaðar um síðastliðin áramót og að síðustu, sem ef til vill er mikilvægast, þá þekkja sífellt fleiri rétt sinn hjá fræðslusjóðunum og nýta hann.
Launþegar sem greiða til Eflingar, VSFK og Hlífar, sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband við skrifstofu síns stéttafélags.