29 umsóknir í september

September var á pari við ágúst þar sem í mánuðinum bárust sjóðnum 29 umsóknir frá 19 fyrirtækjum.

Umsóknir mánaðarins skera sig hinsvegar töluvert úr frá öðrum mánuðum þar sem óvenju mikið var um umsóknir vegna Fræðslustjóra að láni, eða alls  8 umsóknir. Heildarfjöldi fyrirtækja á bak við þær umsóknir eru 13 fyrirtæki, þar sem tvær umsóknir eru vegna klasa.  Eitt af verkefnunum er farið í gang en hin eru í vinnslu og óvíst hvað verður, þar sem helmingur umsókna er frá litlum fyrirtækjum og aðrar skimunarleiðir jafnvel hentugri en Fræðslustjóri að láni.

Þá var ein umsókn vegna rafrænnar fræðslu en forsvarsmönnum fyrirtækja sem hafa áhuga á að kynna sér hvaða möguleikar eru fyrir hendi þegar kemur að rafrænni fræðslu, er bent á að hafa samband við skrifstofu Starfsafls. 

Aðrir styrkir voru vegna eigin fræðslu, meiraprófs, endurmenntunar atvinnubílstjóra og frumnámskeiða, svo dæmi séu tekin.  

Greiddir styrkir námu um þremur milljónum króna. Þar á bak við eru um 227 félagsmenn og tæplega 500 kennslustundir. 

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband við skrifstofu Starfsafls.