Starfsafl blæs til sóknar

Fyrirtæki sem sem greiða af starfsfólki til Eflingar stéttafélags, Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og Verkalýðsfélagsins Hlífar, geta sótt um styrki til námskeiðahalds til Starfsafls. Mörg fyrirtæki hafa nýtt sér það í gegnum tíðina og sókn í sjóðinn vex jafnt og þétt. 

Það sem af er ári hafa verið greiddar um 40 milljónir í styrki til fyrirtækja en þó er það svo að aðeins lítið brot þeirra fyrirtækja sem eiga rétt í sjóðinn nýta sér þann rétt.  

Sem lið í markaðssókn var skoðað hlutfall þeirra fyrirtækja sem sækja í sjóðinn út frá fjölda starfsmanna í Eflingu stéttafélagi eins og sjá má á myndinni hér til hliðar. Þá hefur verð útbúin áætlun sem tekur mið af því að hafa samband við þau fyrirtæki sem ekki hafa nýtt sér sjóðinn og verður veturinn nýttur í markvissa vinnu.  Sendur verður staðlaður póstur  þar sem vakin er athygli á starfsemi Starfsafls og fyrirtæki hvött til að kynna sér þær reglur sem gilda. 

Nú þegar ættu öll fyrirtæki með 50 eða fleiri starfmenn í Eflingu að hafa fengið póst frá Starfsafli.

Í framhaldinu verður markvisst  unnið að því að ná til fyrirtækja með starfsfólk í Verkalýðsfélaginu Hlíf og Verkalýðs-og sjómannafélagi Keflavík.

Fyrir áhugasama þá stendur eftirfarandi í bréfinu sem sent er út:

Kæri framkvæmdastjóri

Er þitt starfsfólk í Eflingu stéttafélagi, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur eða Verkalýðsfélaginu Hlíf ? Ef svo er, þá getur þitt fyrirtæki sótt um styrk vegna fræðslu til Starfsafls.

Stiklað á stóru:

  • Starfsafl styrkir að öllu jöfnu fyrirtæki um 75% af kostnaði fyrir sína félagsmenn
  • Fyrirtæki geta fengið allt að 3 milljónir króna á ári í styrk
  • Greitt er að hámarki kr. 300.000 til fyrirtækja vegna einstaklingsnáms starfsmanna
  • Greitt er fyrir túlkaþjónustu sem fer fram á námskeiðum
  • Fyrirtæki geta sótt um hvatastyrk til að gera rafrænt námsefni

Dæmi:
Fyrirtækið greiðir fyrir námskeið sem kostar kr. 150.000,- og er 4 klukkustundir. Alls taka 20 starfsmenn þátt og þar af tilheyra 17 starfsmenn áður nefndum stéttafélögum. Styrkur Starfsafls til fyrirtækisins er þá kr. 95.625,-

Nánar um reglur um styrki til fyrirtækja má sjá á vef Starfsafls, www.starfsafl.is

Við hlökkum til að heyra frá þér.