Það er komið að fyrsta kaffispjalli ársins hjá okkur hér í Starfsafli. Ef þú hefur aldrei komið þá hvetjum við þig til að skrá þig. Fyrir þá sem ekki þekkja þá felur kaffispjallið það í sér að við bjóðum þeim sem hafa með mannauðs- og fræðslumál að gera, til okkar í morgunkaffi. Þannig getum við hlustað, […]
Category: Almennar fréttir
Menntamorgnar samtaka atvinnulífsins
Menntamorgnar samtaka atvinnulífsins eru kjörinn vettvangur fyrir þá sem starfa við fræðslu, símenntun og starfsþróun einstaklinga innan fyrirtækja. Næsti menntamorgunn verður miðvikudaginn 22. janúar frá kl. 8.15-9.00 í Húsi atvinnulífsins. Efni fundarins er rafræn fræðsla og er um þriðja fundinn að ræða um það efni. DAGSKRÁ Vegferð Bláa Lónsins í stafrænni fræðslu. Kolbrún Magnúsdóttir, fræðslu […]
76 umsóknir í desember
Í síðasta mánuði ársins 2019 bárust sjóðnum 76 umsóknir frá 36 fyrirtækjum. 8 umsóknum var hafnað og þrjár umsóknir eru í vinnslu, þar með talin ein vegna Fræðslustjóra að láni. Heildarfjárhæð greiddra styrkja var rétt undir 8 milljónum króna og á bak við þá tölu eru 1355 kennslustundir og 870 félagsmenn. Flestar umsóknir voru vegna […]
Starfsafl fagnar 20 árum
Starfsafl óskar öllum gleðilegs nýs ár og þakkar fyrir það liðna. Árið var sannatlega áhugavert og mikil gróska í fræðslu fyrirtækja. Það er vel og ljóst að halda þarf vel utan um þau mál ef árangri á að ná, þar sem störfin taka sífelldum breytingum, jafnvel hverfa og ný störf verða til. Í vor mun […]
Úr 100.000,- í 130.000,-
Stjórn Starfsafls hefur samþykkt að hækka hámark einstaklingsstyrkja úr kr. 100.000,- í kr. 130.000,- Þar með hækkar einnig hámark á uppsöfnuðum rétti til styrks í kr. 390.000,- Hækkunin tekur gildi frá og með 1.janúar 2020 og gildir gagnvart því námi sem hefst frá og með þeim tíma. Starfsafl – starfsmennt Samtaka Atvinnulífsins, Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins […]
Lokað á milli jóla og nýárs
Skrifstofa Starfsafls verður opin fram að hádegi mánudaginn 23. desember. Þá verður skrifstofan lokuð á milli jóla og nýars. Opnum aftur kl. 10:00 fimmtudaginn 2. janúar. Stjórn og starfsfólk Starfsafls sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
Íslenska gámafélagið styrkt vegna námskeiða
Í vikunni veitti Starfsafl Íslenska Gámafélaginu ehf samtals 860 þúsund krónur í styrk vegna námskeiða fyrir starfsfólk. Fyrirtækið fékk Fræðslustjóra að láni snemma árs 2016 og er eitt fjölmargra sem nýtir sjóðinn á hverju ári. Styrkupphæðin náði til 16 starfsmanna fyrirtækisins í hinum ýmsu störfum. Þau námskeið sem styrkt voru eru meðal annars íslenska, vinnuvélanámskeiða […]
Framkvæmdastjóri Starfsafls ritar í Hjálm
Fjárfesting í þjálfun og þróun er lykillinn að því að takast á við breytingar á störfum, mögulegar hindranir og skort á þekkingu og færni innan vinnustaða, hvort heldur um stofnanir eða fyrirtæki er að ræða. Það er sérstaklega mikilvægt í ljósi umræðunnar um fjórðu iðnbyltinguna og mikilvægi þess að búa starfsfólk sé undirbúið. Markaðsforskot í […]
Álverið í Straumvík styrkt um 2,4 milljónir
Í upphafi mánaðarins veitti Starfsafl fyrirtækinu Rio Tinto á Íslandi hf. sem rekur álverið í Straumsvík, 2, 4 milljónir í styrk vegna námskeiða fyrir starfsfólk og áskriftar að rafrænu námsumhverfi. Á bak við styrkupphæðina eru 375 starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið er með öfluga stefnu í fræðslumálum og rekur meðal annars sinn eigin skóla, Stóriðjuskólann. Þess utan […]
Hlaðbær Colas styrkt um 1,3 milljónir
Í byrjun mánaðarins veitti Starfsafl Malbikunarstöðinni Hlaðbær Colas hf. 1,3 milljónir í styrk vegna námskeiða fyrir starfsfólk. Styrkupphæðin náði til 69 starfsmanna fyrirtækisins. Þau námskeið sem styrkt voru eru meðal annars íslenska, viðgerðir og viðhald, öryggismál, merking vinnusvæða, frumnámskeið og kerrunámskeið. Þá var veittur styrkur vegna meiraprófs en slíkur styrkur getur numið allt að 300.000,- […]