Netnámskeið styrkt fyrir einstaklinga

Við hjá Starfsafli og þeim stéttafélögum sem að sjóðnum standa; Eflingu stéttarfélagi, Verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis, viljum minna á að einstaklingar geta sótt um styrk vegna netnámskeiða (stafrænnar fræðslu). 

Ýmis námskeið eru í boði en nú sem fyrr er mikilvægt að mæta þekkingu sem vantar og eða bæta færni og þekkingu sem fyrir er. 

Námskeiðin þurfa að vera starfstengd og falla að þeim skilgreiningum sem sjóðurinn styðst við vegna námskeiða, sjá hér 

Reglur Starfsafls um styrki til einstaklinga má sjá hér

Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Ekki hika við að senda okkur línu á starfsafl@starfsafl.is, ef frekari upplýsinga er þörf

Myndin er eftir  Christina @ wocintechchat.com fengin af síðunni Unsplash