Skilgreining náms
Starfsafl styðst við flokkun fræðsluaðila við skilgreiningu á hvaða nám/námskeið falla undir almennt starfsnám og hvað fellur undir lífsleikni/frístundanám. Ef um er að ræða nám sem ekki liggur fyrir hvort skuli teljast starfsnám eða lífsleikninám er hægt að skjóta því til stjórnar Starfsafls.
Skilgreining á hugtakinu námskeið
Afmarkaður hluti náms sem fylgir fyrirfram ákveðinni áætlun eða skilgreiningu og lýkur yfirleitt með vottun á frammistöðu eða annars konar staðfestingu.
Hvaða skilyrði þarf námskeið að uppfylla til að kallast námskeið af hálfu Starfsafls:
1. Hafa skilgreint upphaf endi og leiðbeinanda
2. Innihald námskeiðs þarf að vera aðgengilegt
3. Námskeiðið þarf að vera aðgengilegt opinberlega
Ráðgjöf eða handleiðsla uppfyllir ekki skilyrði námskeiðs af hálfu sjóðsins.