Hvernig er best að haga vinnu heima ?

Margir vinnustaðir eru tvískiptir þessa dagana. Helmingur starfsmanna vinnur heima og helmingur á vinnustað.  Fyrir marga er það nýtt og framandi ferli að vinna heima. Það er því mikilvægt að lágmarka röskun en jafnframt að átta sig á því hvernig einbeitningu er best náð heima og vita hvenær á að taka hlé frá skjánum til að hlaða batteríin.

Hér má sjá áhugaverða klippu af vef Harvard Business Review um hvernig raunverulega eigi að vinna heima, eins og segir í yfirskrift klippunnar.  How to actually work from home…… When you are working from home  

Við hjá Starfafli viljum minna á mikilvægi þess að halda í normið á tímum sem þessum.  Í því felst  að sækja sér fræðslu og þekkingu, þar sem því verður við komið en Starfsafl styrkir netnámskeið* eins og önnur námskeið, svo lengi sem þau uppfylla skilyrði námskeiðs.   

Reglur um styrki til fyrirtækja má sjá hér 

Ekki hika við að senda okkur línu ef frekari upplýsinga er óskað. 

* Öll fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar, VSFK eða Hlífar, geta sótt um í sjóðinn. Hámark veittra styrkja á almanaksári er 3 milljónir króna.