Öryggismiðstöðin styrkt vegna fræðslu

Á dögunum var veittur rúmlega 500 þúsund krónar styrkur til Öryggismiðstöðvarinnar, en þar er verið að innleiða stafræna fræðslu og var styrkurinn veittur vegna áskriftar að stafrænu námsumhverfi.

Styrkurinn var veittur vegna 269 starfsmanna fyrirtækisins* og er ætlað að styðja við þjálfun og starfsþróun þeirra.

Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggis- og velferðarmálum fyrir fyrirtæki og einstaklinga, eins og segir á vefsíðu fyrirtækisins. Það rekur sína eigin vakmtmiðstöð og útvegar, setur upp og þjónustar allar mögulegar lausnir í öryggi og velferð

Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og eru starfsmenn fyrirtækisins og dótturfélaga um 450 talsins.

Öryggismiðstöðin leitast við ráða til sín hæft og metnaðarfullt starfsfólk þar sem forysta, umhyggja og traust eru leiðarljósið ásamt stöðugri símenntun sem miðar að því að efla starfsmenn, viðhalda öflugri liðsheild, tryggja ánægju viðskiptavina og hámarka árangur fyrirtækisins.

Nánari upplýsingar um styrki til fyrirtækja eru veittir á skrifstofu Starfsafls.

* Öll fyrirtæki sem greiða iðgjöld af starfsfólki til Eflingar, VSFK eða Hlífar, geta sótt um í sjóðinn. Hámark veittra styrkja á almanaksári er 3 milljónir króna.

Myndin er fengin að láni af vefsíðu fyrirtækisins.