Á bak við Áttina, vefgátt sjóða

Fræðslusjóðir atvinnulífsins voru að venju með kynningarbás á Menntadegi atvinnulífsins undir merkjum Áttarinnar, vefgáttar sjóða.  Með tilkomu Áttarinnar varð gott samstarf enn öflugra og mikil áhersla lögð á samræmi og gott upplýsingaflæði á milli hagaðila.  Í tilefni af deginum og því að allir voru þarna samankomnir, var ákveðið að smella í mynd sem tókst líka svona ansi vel.

Að vefgáttinni standa eftirtaldir sjóðir og fræðslusetur:

Starfsafl

Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks

Landsmennt

Sjómennt

Rafmennt

Iðan fræðslusetur

Samband stjórnendafélaga

Allar frekari upplýsingar um Áttina, má nálgast á www.attin.is