Menntaverðlaun atvinnulífsins 2020

Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt í gær fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Orkuveita Reykjavíkur er Menntafyrirtæki ársins og Samkaup Menntasproti ársins.

Hjá Orkuveitunni ríkir löng hefð fyrir gróskumiklu fræðslu- og símenntunarstarfi í fyrirtækinu til að mæta áskorunum nýrrar tækni og breytingum á störfum. Hjá Samkaupum er hinsvegar verið að hefja þá vegferð en þar hefur verið lögð mikil vinna í stefnumótun og skipulagningu fræðslumála.  

Menntadagurinn er árlegur viðburður en að þessu sinni var fjallað um sköpun í ýmsum myndum. Að deginum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Á vef SA má lesa nánar um Menntadag atvinnulífsins og viðurkenningahafana.