Nú eru flestir ef ekki allir rekstraraðilar komnir aftur til vinnu eftir sumarfrí og farnir að huga að fræðslu fyrir sitt starfsfólk. Einhver fyrirtæki hafa að skipa mannauðs- eða fræðslustjóra sem er sérstaklega menntaður í þeim fræðum en í flestum tilfellum er ekki svo. Þá er gott að geta leitað sér aðstoðar, fyrirtækinu að kostnaðarlausu. […]
Category: Almennar fréttir
Fræðslumolar og verkfæri
Á vef Starfsafls má finna ýmsar greinar, fræðslumola, og annað efni sem getur gagnast þeim sem vilja skoða sín fræðslu- og starfsþróunarmál. Til að mynda er þar að finna handbók á rafrænu formi um leiðir að árangursríkri fræðslu og þjálfun. I handbókinni er að finna kafla sem taka meðal annars á eftirfarandi: Ferli fræðsluáætlunar Stefnumiðuð […]
Er þitt fyrirtæki í tölum júlímánaðar ?
Hæft og framsýnt starfsfólk er lykill fyrirtækja að árangri og símenntun og markviss starfsþróun er þar grunnstoð. Það er því mikilvægt fyrir öll fyrirtæki, óháð stærð og starfsumhverfi að styrkja þessa grunnstoð og fjárfesta í nauðsynlegri fræðslu. Fyrir einstaklinga á vinnumarkaði er ekki síður mikilvægt að líta á eigin hæfni og færni og sækja þá […]
Menntaspjall ferðaþjónustunnar
Þjálfun og fræðsla starfsfólks var yfirskrift og umræðuefni í Menntaspjalli ferðaþjónustunnar sem var tekið upp nýverið og er nú öllum aðgengilegt. Menntaspjallið er í umsjón Skapta Ólafssonar, upplýsingafulltrúa Samtaka ferðaþjónustunnar og meðal viðmælanda er framkvæmdastjóri Starfsafls, Lísbet Einarsdóttir. Aðrir viðmælendur eru Þórir Erlingsson, framkvæmdastjóri Tailwind og reynslubolti í íslenskri ferðaþjónustu og Jóhanna Sigríður Svavarsdóttir, starfsmannastjóri […]
148 milljónir króna á fyrri helming ársins
Það er alltaf jafn áhugavert að skoða tölur yfir styrkfjárhæðir, fjölda umsókna og annað því tengt yfir ákveðin tímabil. Það getur gefið ákveðna mynd af því sem er að gerast í fræðslu- og starfsmenntamálum á vinnumarkaði og mögulega spáð fyrir um hvað er framundan. Í ljósi þess að árið er hálfnað þá er við hæfi […]
Skrifstofa Starfsafls lokuð vegna sumarleyfa
Skrifstofa Starfsafls verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 20. júní til og með föstudagsins 8. júlí 2022. Umsóknir fyrirtækja er hægt að leggja inn á www.attin.is og verða þær umsóknir sem eftir 16. júní afgreiddar seinni hluta júlímánaðar. Önnur erindi bíða einnig afgreiðslu til þess tíma. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en […]
965 félagsmenn á bak við tölur mánaðarins
Uppgjör maímánaðar var vonum framar og vonandi verða allir mánuðir hér eftir á pari við maí þar sem samanlögð fjárhæð greiddra styrkja í þeim mánuði var nánast jöfn þeirri fjárhæð sem greidd var samanalagt fyrir þá fjóra mánuði sem á undan komu, það er janúar til maí. Það er verulega ánægjulegt og gefur okkur vonir […]
Fjármagn til fyrirtækja, kynning.
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar boðuðu til Menntamorguns ferðaþjónustunnar miðvikudaginn 25. maí síðastliðinn. Á fundinum var sjónum beint að þjálfun og fræðslu starfsfólks og þeirri spurningu svarað hvernig hún skapar ávinning fyrir fyrirtæki. Framkvæmdastjóri Starfsafls, Lísbet Einarsdóttir, var meðal mælenda á dagskrá fyrir hönd Áttarinnar, vefgáttar sjóða, og flutti hún erindi undir yfirskriftinni, Fjármagn til fyrirtækja […]
90% styrkhlutfall til 31. desember 2022
Stjórn Starfsafls samþykkti á sínum síðasta fundi fyrir sumarið framlengingu á 90% endurgreiðslu / styrk til ársloka 2022. Ekki er gert ráð fyrir frekari framlengingum. Framlengingin nær bæði til einstaklinga og fyrirtækja sem greiða starfstengt nám fyrir sitt starfsfólk. Styrkir til fyrirtækja: Réttur fyrirtækis til að sækja um styrk myndast sjálfkrafa um leið og launatengd […]
Góð þjónusta, hvað þarf til ?
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar miðvikudaginn 25. maí nk. kl. 9.00. Á fundinum verður sjónum beint að þjálfun og fræðslu starfsfólks og þeirri spurningu svarað hvernig hún skapar ávinning fyrir fyrirtæki. Á fundinum verður sjónum beint að þjálfun og fræðslu starfsfólks og þeirri spurningu svarað hvernig hún skapar ávinning fyrir fyrirtæki. Kynnt verður […]
 
				 
	 
	 
	 
	 
	 
	 
	 
	 
	