Skrifstofa Starfsafls verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 20. júní til og með föstudagsins 8. júlí 2022. Umsóknir fyrirtækja er hægt að leggja inn á www.attin.is og verða þær umsóknir sem eftir 16. júní afgreiddar seinni hluta júlímánaðar. Önnur erindi bíða einnig afgreiðslu til þess tíma. Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, en […]
Category: Almennar fréttir
965 félagsmenn á bak við tölur mánaðarins
Uppgjör maímánaðar var vonum framar og vonandi verða allir mánuðir hér eftir á pari við maí þar sem samanlögð fjárhæð greiddra styrkja í þeim mánuði var nánast jöfn þeirri fjárhæð sem greidd var samanalagt fyrir þá fjóra mánuði sem á undan komu, það er janúar til maí. Það er verulega ánægjulegt og gefur okkur vonir […]
Fjármagn til fyrirtækja, kynning.
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar boðuðu til Menntamorguns ferðaþjónustunnar miðvikudaginn 25. maí síðastliðinn. Á fundinum var sjónum beint að þjálfun og fræðslu starfsfólks og þeirri spurningu svarað hvernig hún skapar ávinning fyrir fyrirtæki. Framkvæmdastjóri Starfsafls, Lísbet Einarsdóttir, var meðal mælenda á dagskrá fyrir hönd Áttarinnar, vefgáttar sjóða, og flutti hún erindi undir yfirskriftinni, Fjármagn til fyrirtækja […]
90% styrkhlutfall til 31. desember 2022
Stjórn Starfsafls samþykkti á sínum síðasta fundi fyrir sumarið framlengingu á 90% endurgreiðslu / styrk til ársloka 2022. Ekki er gert ráð fyrir frekari framlengingum. Framlengingin nær bæði til einstaklinga og fyrirtækja sem greiða starfstengt nám fyrir sitt starfsfólk. Styrkir til fyrirtækja: Réttur fyrirtækis til að sækja um styrk myndast sjálfkrafa um leið og launatengd […]
Góð þjónusta, hvað þarf til ?
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og Samtök ferðaþjónustunnar boða til Menntamorguns ferðaþjónustunnar miðvikudaginn 25. maí nk. kl. 9.00. Á fundinum verður sjónum beint að þjálfun og fræðslu starfsfólks og þeirri spurningu svarað hvernig hún skapar ávinning fyrir fyrirtæki. Á fundinum verður sjónum beint að þjálfun og fræðslu starfsfólks og þeirri spurningu svarað hvernig hún skapar ávinning fyrir fyrirtæki. Kynnt verður […]
Ársfundur Starfsafls vel sóttur
Ársfundur Starfsafls var haldinn fimmtudaginn 12. maí síðast liðinn á Vox Club, Hilton Reykjavík Nordica. Þetta var í fjórða sinn sem haldinn er opinn fundur þar sem fulltrúum fyrirtækja, eigendum sjóðsins, ráðgjöfum sem starfa á vegum sjóðsins og öðrum samstarfsaðilum var boðið. Mæting var góð og það mátti finna að gestum fannst gott að koma […]
Ársfundur Starfsafls 12 maí, skráning hafin
Eftir tveggja ára hlé er loksins blásið til ársfundar Starfsafls. Hann verður haldinn fimmtudaginn 12. maí nk. kl. 13:30 – 15:30 á Vox Club, Hilton Reykjavík Nordica. Athugið að fjöldi gesta er takmarkaður og því borgar sig að skrá sig fyrr en seinna, síðast komust færri að en vildu. Dagskráin samanstendur af stuttum en fróðlegum […]
Myndir frá ársfundum 2017 – 2019
Þar sem senn líður að ársfundi Starfsafls eftir tveggja ára hlé, er ekki úr vegi að skoða myndir frá þeim ársfundum sem hafa verið haldnir. Fróðleg erindi, skemmtlegt fólk og góðar veitingar, þetta gæti ekki verið betra. Myndirnar hér fyrir neðan tala sínu máli.
Lokað hjá Starfsafli til 25. apríl
Við hér hjá Starfsafli ætlum að taka okkur langt og gott frí yfir hátíðarnar. Skrifstofa Starfsafls verður því lokuð frá miðvikudeginum 13. apríl til mánudagsins 25. apríl 2022. Um leið og við óskum öllum gleðilegrar páskahátíðar þá minnum við á að Áttin, vefgátt sjóða, lokar aldrei og þar er hægt að leggja inn allar umsóknir […]
Hvernig er með þitt sumarstarfsfólk?
Með sumrinu kemur sumarstarfsfólkið og í mörgum tilvikum er um að ræða ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Oft vantar upp á reynslu og hæfni og þá er ánægjulegt að segja frá því að fjöldi fyrirtækja sér hag í þvi að greiða fyrir sitt sumarstarfsfólk allskonar vinnuvélanám sem veitir réttindi […]