Fagnámskeið fyrir eldhús og mötuneyti

Það er löng hefð fyrir aðkomu Starfsafls og Eflingar að fagnámskeiðum fyrir starfsfólk í eldhúsum og mötuneytum og felst aðkoman í því að koma náminu á framfæri við félagsmenn Eflingar og styrkja þá einstaklinga sem námið sækja, hvort heldur er í með styrkjum til fyrirtækja eða einstaklinga.

Nú er skráning  hafin í námið Eldhús og mötuneyti – fagnámskeið I, II og III og hefst fyrsti hluti þess í næstu viku.

Markmið námskeiðanna er að auka færni starfsfólks til þess að sinna störfum sínum í mötuneytum og eldhúsum.

Áhersla er lögð á að auka faglega þekkingu á sviði matvæla- og veitingagreina og gefa starfsfólki eldhúsa og mötuneyta tækifæri til fagmenntunar á sviðinu.

• Fagnámskeið I: 3. október – 23. nóvember 2022, á mánudögum og miðvikudögum, kl. 15:00 – 17:30
• Fagnámskeið II: 30. janúar – 27. mars 2023, á mánudögum og miðvikudögum, kl. 15:00 – 17:30
• Fagnámskeið III: 17. apríl – 25. maí 2023, á mánudögum og miðvikudögum, kl. 15:00 – 17:30

Námskeiðin eru kennd á íslensku, en boðið er uppá íslenskustuðning í námi með orðaforða þess efnis sem er verið að fara í þá vikuna. Kennsla fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi. Nánari upplýsingar má lesa hér.

Verð kr. 215 þúsund per. einstakling fyrir hvern námskeiðshluta.

Við minnum á að öll fyrirtæki á almenna markaðnum, með starfsfólk í Eflingu, Hlíf og VSFK, geta sótt um styrk vegna fræðslu starfsfólks. Ekki þarf að sækja um sérstaka aðild heldur myndast réttur sjálfkrafa samhliða greiðslu á launatengdum gjöldum.

Um Starfsafl:
Starfsafl fræðslusjóður er í eigu Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins; Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar. Sjóðurinn varð til á grundvelli kjarasamninga árið 2000 og hlutverk hans er að styrkja félagsmenn og fyrirtækin sem þeir starfa hjá, í starfsmenntun.

Stykir til einstaklinga eru afgreiddir af stéttafélögunum en Starfsafl afgreiðir styrki til fyrirtækja. Tekjur Starfsafls eru starfsmenntaiðgjald sem er samningsbundið gjald atvinnurekenda til sjóðsins, eins og um er samið á hverjum tíma.

Myndin er fengin hér