Áttin, vefgátt sjóða, í Fréttablaðinu

,,Árlega greiða starfsmenntasjóðir hundruð milljóna til einstaklinga og fyrirtækja vegna starfsmenntunar. Um er að ræða endurgreiðslustyrki og getur fjárhæð styrks numið allt að 90% af reikningi. Enga betri ávöxtun er að finna á nokkru fé ef tekið er mið af meðalgreiðslu starfsmenntaiðgjalds á ársgrundvelli og mögulegum styrkfjárhæðum,“ segir Lísbet Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsafls fræðslusjóðs í  viðtali sem birt var í  sérblaði Félags mannauðsfólks í Fréttablaðinu um liðna helgi. Tilefnið er Mannauðsdagurinn 2022 sem haldinn verður föstudaginn 7. október nk. 

Í viðtalinu fjallar hún um Áttina, vefgátt sjóða, sem rekin er sameiginlega af átta starfsmenntasjóðum og segir þar í lokaorðum:

,,Ánægjulegast er þegar fyrirtæki átta sig á umhverfinu og hve einfalt þetta er, þá halda þessi sömu fyrirtæki áfram, leggja jafnvel enn meira í fræðslu sinna starfsmanna, vitandi að starfsmenntasjóðirnir eru þeirra bakhjarl. Þá er tilganginum náð”  

Viðtalið má nálgast í heild sinni hér

Hér má sjá dagskrá mannauðsdagsins