September stærsti mánuðurinn til þessa

Fræðsla á gólfi, stafræn fræðsla og eigin fræðsla er allt framsetning á fræðslu sem er styrkhæf hjá Starfsafli svo fremi sem um starfsmenntun og starfstengda fræðslu sé að ræða. Þannig mætir Starfsafl sem starfsmenntasjóður þörfum atvinnulífsins, fyrirtækjum og einstaklingum.   Þá er vert að hafa í huga að starfsmenntun er ekki eyland í sjálfu sér sem tekur eingöngu mið af framboði heldur þarf að haldast í hendur við skýra stefna og markvissa fræðslu og þjálfun sem hluti af stefnumiðaðri starfsþróun.  

Í september voru greiddar út 41.971.520,- milljónir króna til einstaklinga og fyrirtækja vegna starfsmenntunar. Það er hæsta fjárhæð sem greidd hefur verið sé litið til ársins og a.m.k. síðustu tveggja ára. Við fögnum því svo sannarlega.

Í sjöunda mánuði ársins voru greiddar út 41.971.520,-  milljónir króna til einstaklinga og fyrirtækja vegna starfsmenntunar.

Styrkir til fyrirtækja

12 umsóknir bárust frá 9 fyrirtækjum þennan mánuðinn og má í því samhengi benda á að ein umsókn getur falið í sér fjölda reikninga vegna fjölda námskeiða, en heimilt er að setja inn “margar umsóknir” í eina umsókn og sífellt fleiri nýta sér. Á bak við áðurnefndar tölur eru 145 félagsmenn sem sóttu námskeið af ýmsu tagi, svo sem í skyndihjálp, samskiptum, bættum lífsstíl, gæðastjórnun og endurmenntun atvinnubílstjóra svo fátt eitt sé nefnt. Ýmist var um að ræða aðkeypta fræðslu, eigin fræðslu og stafræna fræðslu. Heildargreiðsla styrkja til þessara 9 fyrirtækja var 4.3 milljónir króna.

Styrkir til einstaklinga

Samanlögð styrkfjárhæð til einstaklinga var 37,7 milljónir kr.  Á bak við þá tölu eru 473 félagsmenn.  Sú fjárhæð skiptist sem hér segir:

Efling kr. 29,308,641,-

VSFK kr. 5,694,332,-

Hlíf kr. 2,734,333

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér