Leiðtogaþjálfun, meirapróf og meira til….

Mikilvægi sí- og endurmenntunar verður seint metið að verðleikum enda sterk tengsl menntunar við velferð, hagsæld og jöfnuð. Nám, hvort heldur um er að ræða styttri námskeið eða lengra nám, getur oft verði kostnaðarsamt og ekki allra að fjármagna. Þar af leiðir er mikilvægt fyrir alla að geta nýtt áunninn styrk í starfsmenntasjóð og þannig átt þess kost að bæta við sig menntun, þekkingu og hæfni.

26 milljónir, 10 fyrirtæki og 413 félagsmenn

Heildarfjárhæð greiddra styrkja til einstaklinga og fyrirtækja vegna ágústmánaðar var 26 milljónir króna og á bak við þá tölu eru samtals 413 félagsmenn.

Styrkir til fyrirtækja

15 umsóknir bárust frá 10 fyrirtækjum í mánuðinum og var lægsti styrkurinn kr. 6522,- og sá hæsti kr. 413,256,- Samanlögð styrkfjárhæð var kr. 2,212.249,- og á bak við þá tölu 102 félagsmenn. Tveimur umsóknum var hafnað þar sem þær voru vegna leikskóla, en aðeins fyrirtæki á almenna markaðnum geta sótt um styrk til Starfsafls.

Þau námskeið sem sótt var um styrk vegna voru sbr. eftirfarandi:

Aukin ökuréttindi
Eigin fræðsla; Erfiðir viðskiptavinir
Eigin fræðsla; Líkamsbeiting
Eigin fræðsla; Vínsmökkun
Íslenska
Endurmenntun
Leiðtogaþjálfun
Lyftaranámskeið
Meirapróf
Nám atvinnubílstjóra
Slysavarnir
Þjónusta

Styrkir til einstaklinga.

Á haustin er fjöldi umsókna vegna skólagjalda vegna  framhaldsnáms og eru það þá nemar sem hafa með sínum sumarstörfum áunnið sér rétt hjá sínu félagi.  Veittir voru styrkir til 311 einstaklinga og skiptast fjárhæðir samanber eftirfarandi.

Efling kr. 19.193.368,-

VSFK kr. 3.295.883,-

Hlíf kr. 1.389.072,-

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar, er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag, eins og áður segir, en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér