Heitustu sjö sætin í bænum

Það er orðið fullt í fyrsta kaffispjall vetrarins sem er á dagskrá þann 21. september, enda sætin aðeins sjö.   Þar til viðbótar er kominn ágætis biðlisti.

Við fögnum að sjálfsögðu þessum áhuga og finnum vel fyrir þörfinni á aukinni umræðu um starfsmenntamál fyrirtækja og þau verkefni sem falla þar undir.

Kaffispjallið var vinsælt fyrir heimsfaraldur og virðist halda velli. 

Við stefnum því á annað kaffispjall í næsta mánuði og ef vel gengur þá gerum við þetta mánaðarlega eins lengi og þurfa þykir.

Þeir sem ekki eru á póstlista en vilja tryggja það að fá frétta- og fræðslumola Starfsafls og þá boð í kaffispjall geta sent línu á starfsafl@starfsafl.is

Fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér sjóðinn og kanna hvaða leiðir eru færar er velkomið að hafa samband í síma 6930097 eða með tölvupósti á lisbet@starfsafl.is Einstaklingum er bent á hlutaðeigandi stéttafélag en þar fer fram afgreiðsla styrkja til einstaklinga.

Myndin með fréttinni er fengin hér