Gerður hefur verið samningur við Síldarvinnsluna á Neskaupstað um verkefnið Fræðslustjóri að láni. Verkefnið er áætlað 120 klukkustundir og koma fjórir starfsmenntasjóðir þar að, þar á meðal Starfsafl. Síldarvinnslan hf. er í dag eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemin á yfir 50 ára reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er það […]
Menntun og mannauður
Með haustinu hefst vetrarstarfið og nú þriðja veturinn í röð hefst fundaröðin Menntun og mannauður en þar er um að ræða fundaröð sem tekur á því sem hæst ber hverju sinni í starfsmenntamálum innan atvinnulífsins. Að baki fundaröðinni sem mun standa til vors 2017 standa Samtök Atvinnulífsins og aðildarsamtök þeirra. Starfsmenntasjóðir atvinnulífsins, sem að hluta […]
Hæfni og arðsemi
Í morgun var kynnt skýrsla sem inniheldur tillögur verkefnahóps sem starfað hefur síðustu mánuði í samvinnu við stjórnstöð ferðamála. Markmið verkefnahópsins var að greina þarfir fyrir heildstæðar úrbætur sem styðja við hæfni, gæði, fagmennsku og þekkingu innan ferðaþjónustunnar og þá vinna að skilvirkum leiðum til úrbóta. Guðfinna Bjarnadóttir kynnti skýrsluna og sagði hún m.a. að […]
Starfsafl í fréttablaði Eflingar
Í nýjasta fréttablaði Eflingar er að finna fræðsludagskrá Eflingar fyrir komandi vetur, viðtal við eiganda Lækjarbrekku um ávinning af verkefninu fræðslustjóri að láni, viðtal við framkvæmdastjóra Starfsafls og margt fleira áhugavert fyrir stjórnendur mannauðs- og fræðslumála. Fyrir áhugasama þá er fréttablaðið að finna á vefsíðu Eflingar
Hlíf Böðvarsdóttir nýr formaður stjórnar
Á fundi stjórnar Starfsafls í gær, 16. ágúst, voru formannsskipti í stjórn Starfsafls. Samkvæmt reglum sjóðsins eru formannsskipti á tveggja ára fresti og er hefðin sú að fulltrúi frá Samtökum Atvinnulífsins og fulltrúi Eflingar í stjórn skiptast á formennsku. Fjóla Jónsdóttir lét af störfum sem formaður og tók við sæti varaformanns. Hlíf Böðvarsdóttir, fræðslustjóri Securitas og […]
Hótel Keflavík fær fræðslustjóra að láni
Hótel Keflavík fékk í byrjun sumars fræðslustjóra að láni í samstarfi við Starfsafl og Starfsmenntasjóð verslunar-og skrifstofufólks. Margrét Reynisdóttir, ráðgjafi hjá Gerum betur, var í hlutverki fræðslustjórans og vann hún að þarfagreiningu og kortlagningu á hæfni og þjálfunarþörf fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Afurðir verkefnisins er m.a. fræðsluáætlun sem unnið verður eftir fram á næsta vor. Hjá Hótel Keflavík starfa um […]
25.400 einstaklingar í störfum tengdum ferðaþjónustu
Ferðaþjónustan er án vafa ein mikilvægasta atvinnugrein landsins.Tölur í fjölmiðlum um aukinn fjölda ferðamanna styðja m.a. við það og þá er ein birtingarmyndin tölur um kreditkortaveltu erlenda ferðamanna, svo dæmi séu tekin. Það er einnig áhugavert að skoða tölulegar upplýsingar frá Hagstofu Íslands á fjölgun starfsfólks í ferðaþjónustunni. Sé litið til þeirra talna þá störfuðu í […]
Aukinn fjöldi umsókna
Mikil aukning hefur orðið í fjölda umsókna sem berast Starfsafli nú á sumarmánuðum og hafa þær aldrei verið fleiri samanborið við fyrri ár. Um er að ræða umsóknir vegna eigin fræðslu fyrirtækja, verkefnisins Fræðslustjóra að láni og stakra námskeiða starfsmanna, s.s.þjónustunámskeið, ökupróf og öryggisnámskeið, svo dæmi séu tekin. Það er ljóst að fyrirtæki eru vel […]
Starfsafl fagnar útgáfu
Starfsafl, f.h. Evrópuverkefnisins NordGreen EQF, fagnar útgáfu bókarinnar „Urban Landscaping – as taught by nature“ sem nýlega kom út. Bókin er lokaafurð NordGreen EQF yfirfærsluverkefnisins sem stóð yfir árin 2013-2015 og Starfsafl stýrði. Bókin er hugsuð sem kennslubók fyrir skrúðgarðyrkjunema á seinni námsstigum og fyrir nemendur í endurmenntun í greininni, sem og allan áhugasaman almenning. […]
Starfsafl styrkir Eimskip
Nýverið fór Eimskip af stað með endurmenntunarnámskeið fyrir þá atvinnubílstjóra sem starfa hjá fyrirtækinu, en lögum samkvæmt ber atvinnubílstjórum, með ökuréttindi til að aka stórum ökutækjum í atvinnuskyni, að taka reglubundna endurmenntun vilji þeir viðhalda sínum réttindum. Starfsafl styrkti Eimskip samkvæmt reglum sjóðsins um rúmlega eina milljón króna, en alls sátu 163 atvinnubílstjórar námskeiðin og […]