2.5 milljónir í nóvember

differentÁ fundi stjórnar Starfsafls 1. nóvember sl. voru afgreiddar umsóknir til 18 fyrirtækja fyrir samtals 2.5 milljónir. 
 
Af þeim 18 fyrirtækjum sem sóttu um styrk voru 2 að sækja um styrk fyrir eigin fræðslu en sífellt fleiri fyrirtæki fara þá leið. Þá voru samþykktir styrkir fyrir eftirfarandi námskeiðum:
 
Líkamsbeiting
Vinnuvélanámskeið
Íslenska
Gæðamál
Skyndihjálp
Íslenska
Gæði og öryggi matvæla
Vinnuvélanámskeið
Íslenskunamskeið
Grunnnámskeið fyrir alm. starfsfólk veitingastaða
Aukin ökuréttindi
Meðferð matvæla
Eldvarnanámskeið
 
Þá var veitt eitt styrkloforð fyrir Fræðslustjóra að láni og er það ekki inn í þeirri tölu sem nefnd var hér að ofan, en slík verkefni hlaupa oft á hundruðum þúsunda.  Það má því áætla að heildarstyrkveitingar þennan mánuðinn til fyrirtækja séu ekki undir 3 milljónum króna. 
 
Fyrirtækin sem sækja um styrki til Starfsafl eru af ýmsum stærðum og gerðum, fyrirtæki í framleiðslu, hótel, fiskverkun, akstri og svo mætti lengi telja.  Það sem þau eiga sameiginlegt er að vera með starfsfólk í Eflingu, VSFK eða Hlíf.  Umsóknir fyrirtækja verða næst teknar til afgreiðslu þann 6. desember nk. og þurfa að berast í síðasta lagi 5. des.