Klasasamstarf í Hveragerði

20161117_155303Undirritaður hefur verið samningur um Fræðslustjóra að láni við nokkur vel valin fyrirtæki í Hveragerði.  Um tilraunaverkefni er að ræða, fyrsta sinnar tegundar, þar sem fræðslustjórinn mun greina fræðsluþarfir þessara fyrirtækja á grundvelli stefnu hvers fyrirtækis.  Afurðin verður ein sameiginleg fræðsluáætlun sem mun ná til allra fyrirtækjanna og taka tillit til þarfa hvers fyrirtækis fyrir sig. Ráðgjafi í verkefninu er Sverrir Hjálmarsson, stjórnunarráðgjafi hjá Vexti og ráðgjöf. 
 
Þau fyrirtæki sem taka þátt í verkefninu eru Frost og funi, Skyrgerðin-Cafe & Bistro, Hótel Örk, Hoflandsetrið, Almar bakari og Gistiheimilið Frumskógar.  Alls starfa um 100 starfsmenn hjá þessum 6 fyrirtækjum.  Áætlað er að fara af stað með verkefnið núna í nóvember og að fræðsluáætlunin verði tilbúin í lok janúar 2017.   
 
Tveir starfsmenntasjóðir koma að verkefninu, Starfsafl og SVS, og er styrkupphæðin rúmar 800 þús kr. sem skiptist hlufallslega á milli sjóðanna m.v. fjölda og stéttarfélagsaðild starfsmanna.