Gámaþjónustan fær Fræðslustjóra að láni

gamUndirritaður hefur verið samningur um Fræðslustjóra að láni við Gámaþjónustuna hf.
 
Fyrirtækið hóf starfsemi árið 1984 og  hefur frá upphafi verið leiðandi í alhliða umhverfisþjónustu og lagt áherslu á að uppfylla þarfir viðskiptavina. Það hefur Gámaþjónustan gert með því að fylgjast með framvindu tækni á öllum sviðum starfsseminnar og nýtt hana til forystu í greininni. Til að það sé mögulegt þarf fyrirtækið að búa yfir hæfu starfsfólki sem er í stakk búið til að tileinka sér nýjungar og veita afburðaþjónustu.
 

Fimm sjóðir koma að verkefninu; Landsmennt, Starfsafl, Iðan, VSSÍ og SVS og nær verkefnið til alls 253 starfsmanna Gámaþjónustunnar.  Styrkupphæð er kr. 1.334.000,- og þar af er hlutur Starfsafls kr. 420.000,-  Ráðgjafi verkefnisins er Ragnar Matthíasson.   

Starfsafl fagnar því að fá Gámaþjónustuna hf. í hóp þeirra fyrirtækja sem fara þá leið að fá  Fræðslustjóri að láni og nýti sér styrkmöguleika starfsmenntasjóðanna.