Í lokahófi sem haldið var af tilefni þess að klasaverkefni Fræðslustjóra að láni er lokið, sagði Valdís Steingrímsdóttir, verkefnastjóri Starfsafls, eftirfarandi í ávarpi sínu: „Þetta verkefni hefur verið áskorun fyrir okkur öll sem tókum þátt í því og sérstaklega fyrir fyrirtækin sem eru jú í samkeppni en sáu tækifærið sem þetta verkefni býður upp á, […]
Samstarf mikilvægara en samkeppni
Nú er lokið klasaverkefni í Fræðslustjóra að láni í ferðaþjónustu en verkefnið var fjármagnað af Starfsafli og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks. Þau fyrirtæki sem tóku þátt í verkefninu voru Frost og funi, Skyrgerðin-Cafe & Bistro, Hótel Örk, Almar bakari og Gistiheimilið Frumskógar. Ráðgjafi í verkefninu var Sverrir Hjálmarsson, stjórnunarráðgjafi hjá Vexti og ráðgjöf og verkefnastjórar þess voru Valdís Steingrímsdóttir, Starfsafli […]
Styrkir til 13 fyrirtækja
Það er mikið um að vera í fræðslumálum fyrirtækja og ljóst að árið fer vel af stað. Í janúar voru afgreiddir styrkir til 13 fyrirtækja og var samanlögð upphæð styrkja 2.5 milljónir króna. Í þá samtölu vantar uppgjör vegna samninga um eigin fræðslu og einn samning vegna fræðslustjóra að láni, svo líklega mun samanlögð fjárhæð […]
Starfsafl á menntadegi
Fjöldi góðra gesta lagði leið sína að kynningarbás Starfsafls á menntadegi atvinnulífsins sem haldinn var á Nordica fimmtudaginn 2. febrúar. Mannauðs- og fræðslustjórar voru áhugasamir um þær leiðir sem eru mögulegar og þá var m.a. rætt um þann öra vöxt í ferðaþjónustu og hvernig hægt væri að mæta því með aukinni fræðslu. Þá var rætt […]
Menntaverðlaun og Menntasproti 2017
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Menntaverðlaun atvinnulífsins 2017 á menntadegi atvinnulífsins sem haldinn var í fjórða sinn á Hilton Reykjavík Nordica. Í ár var það Alcoa Fjarðarál sem valið var menntafyrirtæki ársins en mikill metnaður er lagður í menntun, þjálfun og fræðslu starfsfólks á hverjum degi. Fyrirtækið rekur stóriðjuskóla sem er samstarfsverkefni Fjarðaáls, Austurbrúar […]
Flottur hópur þerna á námskeiði
Það var flottur hópur þerna sem mætti á námskeið fyrir herbergisþernur sem hófst hjá Mími Símenntun í gær, þriðjudaginn 31. janúar. Það var að ósk Eflingar og Starfsafls sem þetta námskeið er haldið og standa vonir til að námskeið af þessu tagi verði haldin reglulega yfir árið. Markmið námsins er að auka faglega færni […]
Mikil breidd í styrkupphæðum
Á árinu 2016 voru greiddar út rúmlega 34 milljónir í styrkjum til fyrirtækja. Þar af var hæsti styrkurinn sem greiddur var út tæpar 3 milljónir króna en sá lægsti var innan við þúsund krónur. Sá fyrrnefndi náði til fjölda starsfmanna, sá síðari til eins starfsmanns. Það er áhugavert að skoða þessa miklu breidd í styrkupphæðum […]
80 fyrirtæki styrkt árið 2016
Á árinu 2016 sóttu alls 80 fyrirtæki um styrk til Starfsafls en fyrirtæki sem greiða af starfsfólki til Eflingar, VSFK og Verkalýðsfélagsins Hlífar, geta sótt um styrki til námskeiðahalds til Starfsafls. Þau 80 fyrirtæki sem sóttu um í sjóðinn komu víðsvegar að en fyrirtæki í ferðaþjónustu voru þar fjölmennust, s.s hótel, veitinga- og rútufyrirtæki. […]
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar
Hæfnisetur ferðaþjónustunnar er samstarfsverkefni aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og stjórnvalda um heildstæðar lausnir og úrbætur til að auka hæfni í ferðaþjónustu á Íslandi. Um er að ræða skýra stefnumörkun stjórnvalda og atvinnulífs um vilja til að auka arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu með því að auka hæfni og um leið verðmætasköpun en fjárfesting í hæfni starfsfólks er grundvallaratriði í […]
Félagsleg fræðsla styrkt um tæpar tvær milljónir
Fræðsla- og starfsmenntun hefur mikið vægi innan Eflingar og mikill metnaður lagður í þann málaflokk. Á hverju ári heldur Efling stéttarfélag m.a. út öflugri félagslegri fræðslu sem er félagsmönnum Eflingar að kostnaðarlausu en Starfsafl styrkir þá fræðslu samkvæmt samkomulagi þar um. Fyrir árið 2016 var sá styrkur tæplega tvær milljónir króna. Þau námskeið sem telja til […]