Lísbet Einarsdóttir

Eva Björk nýr starfsmaður

Í dag hóf störf hjá Starfsafli Eva Björk Guðnadóttir.  Eva Björk mun taka við verkefnum Valdísar A. Steingrímsdóttur, verkefnastjóra Starfsafls, sem fer í ársleyfi um næstu mánaðarmót. Eva Björk verður í hlutastarfi og fela verkefni hennar í sér þjónustu við viðskiptavini Starfsafls, afgreiðslu fyrirtækjastyrkja og almenna  skrifstofuumsjón. Starfsafl býður Evu Björk velkomna til starfa.

Ekki bara nice to have….

Ekki bara nice to have….

Í gær, fimmtudag, var áhugaverð ráðstefna á Hótel Sögu sem samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland hélt og bar yfirskriftina Þekking og færni innan matvælagreina.   Dagskráin var, eins og yfirskrift hennar bar með sér, helguð þjálfun og fræðslu og er það vel því mikilvægt er að stjórnendur hugi vel að þessum þætti í því ferli að […]

Starfsafl og ferðaþjónustan

Starfsafl og ferðaþjónustan

Á ári hverju sækir fjöldi fyrirtækja styrk til Starfsafls og er aukning á milli ára stigvaxandi.  Þau fyrirtæki sem sótt geta til Starfsafls eru fyrirtæki með starfsfólk innan Eflingar, VSFK og Hlífar, en þau eru fjölmörg og í ólíkum greinum, s.s. fiskvinnslu, iðnaði og ferðaþjónustu, svo dæmi séu tekin.  Þá er hámarksstyrkur til fyrirtækja um 3 milljónir […]

25 umsóknir í mars

25 umsóknir í mars

Í marsmánuði bárust styrkir til Starfsafls sem aldrei fyrr. Alls bárust 25 umsóknir frá 15 fyrirtækjum. Af þessum 25 umsóknum var þremur hafnað.   Alls voru greiddar út tæplega ein milljón og tvöhundruð þúsund, en styrkloforð tímabilsins nema tæpum tveimur milljónum króna.  Ekki liggja fyrir tölur  vegna fræðslustjóra að láni né eigin fræðslu, en slík verkefni hlaupa að jafnaði […]

Námskeið fyrir starfsþjálfa

Námskeið fyrir starfsþjálfa

Vakin er athygli á því að TTRAIN – Starfsþjálfun á vinnustað – námskeið fyrir starfsþjálfa í ferðaþjónustu hefst 27. apríl nk.   Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma að þjálfun starfsfólks innan ferðaþjónustufyrirtækja. Á námskeiðinu kynnast þátttakendur mismunandi kennsluaðferðum og mikilvægi skapandi aðferða í námi og kennslu. Einnig er farið í gegnum leiðtogahlutverk starfsþjálfans og […]

Loftorka fær Fræðslustjóra að láni

Loftorka fær Fræðslustjóra að láni

Í gær, fimmtudaginn 30. mars, var undirritaður samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Loftorku Reykjavík ehf, í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Garðabæ.  Að verkefninu kemur einnig Verkstjórasamband Íslands og nemur styrkupphæð um hálfri milljón króna, þar af er hlutur Starfsafls um 350 þúsund krónur.     Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra […]

Námskeiði fyrir þernur lokið

Námskeiði fyrir þernur lokið

Í gær lauk námskeiði fyrir þernur sem haldið var hjá Mími símenntun að tilstuðlan Starfsafls og Eflingar.  Af því tilefni var formleg útskrift þar sem nemendum var afhent viðurkenningarskjal.  Við það tækifæri flutti Inga Jóna Þórisdóttir, sviðsstjóri hjá Mími Símenntun, ávarp og  sagði hún í ávarpi sínu það vera samdóma álit þeirra leiðbeinanda sem komu að náminu að […]

Eigin fræðsla – námsgögn

Eigin fræðsla – námsgögn

Fyrirtæki geta sótt um styrki til að kosta eigin fræðslu sem fram fer innan fyrirtækjanna með eigin leiðbeinendum og innifelur sá styrkur jafnframt, ef við á, styrk vegna námskeiðsgagna að upphæð kr. 350,- fyrir hvern námsmann.     Að gefnu tilefni er á það bent að fyrirtæki sem sækja um styrk vegna eigin fræðslu og […]

Afgreiddar umsóknir í febrúar

Afgreiddar umsóknir í febrúar

Í febrúar afgreiddi Starfsafl óvenju margar umsóknir til fyrirtækja eða alls 48.  Á bak við þann fjölda eru 800 starfsmenn, 23 fyrirtæki og samanlagður kostnaður um 3 milljónir. Sem fyrr vantar uppgjör vegna samninga um eigin fræðslu og vegna fræðslustjóra að láni, svo samanlögð fjárhæð styrkja fyrir febrúarmánuð verða talsvert hærri.   Þær umsóknir sem bárust voru […]

Endurmenntun atvinnubílstjóra

Endurmenntun atvinnubílstjóra

Að gefnu tilefni er á það bent að sömu reglur gilda um styrki vegna endurmenntunar atvinnubílstjóra og aðra starfstengda fræðslu sem er styrkt, sbr. eftirfarandi:   Starfsafl styrkir að öllu jöfnu fyrirtæki um 75% af kostnaði fyrir sína félagsmenn en þó aldrei meira en 40 þúsund fyrir hverja kennda klukkustund. Fyrirtæki geta fengið allt að […]