Í dag 15. ágúst var undirritaður samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Bus Travel Iceland. Fjöldi starfsfólks er á fimmta tug og styrkja Starfsafl og SVS verkefnið að fullu. Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþörf fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni. […]
Rólegheit í júlímánuði
Júlímánuður var sannarlega rólegur hér hjá Starfsafli. 15 umsóknir bárust frá 9 fyrirtækjum; í ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og fiskvinnslu, svo dæmi séu tekin. Ein umsókn var ógild og þ.a.l. hafnað. Tvær umsóknir voru um eigin fræðslu og ein umsókn um fræðslustjóra að láni. Engu að síður voru styrkloforð júlímánaðar tæplega tvær milljónir króna og þar […]
Afgreiðsla takmörkuð vegna sumarleyfa
Vegna sumarleyfa starfsfólks verður viðvera á skrifstofu takmörkuð fyrstu viku ágústmánaðar en fyrirspurnir er hægt að senda á [email protected] og við svörum við fyrsta tækifæri. Þá er hægt að senda inn allar umsóknir á www.attin.is og verða þær sem berast á fyrrgreindum tíma afgreiddar i annari viku ágústmánaðar. […]
21 styrkumsókn frá 17 fyrirtækjum í júní
Í júnímánuði bárust Starfsafli 21 umsókn frá 17 fyrirtækjum. Styrkloforð námu rúmlega tveimur milljónum króna sem er töluvert lægri styrkupphæð en greidd var að sama tíma fyrir ári, sjá nánar hér fyrir neðan. Þremur umsóknum var hafnað, þar af tveimur vegna eigin fræðslu en slíkar umsóknir eru ávallt undanfari samnings sem gera þarf fyrirfram. […]
RÚV fær Fræðslustjóra að láni
Í gær, þriðjudaginn 4 júlí, var undirritaður samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við RÚV, ríkisútvarp. Verkefnið tekur til tæplega þrjúhundurð starfsmanna og SVS leiðir verkefnið. Aðrir sem koma að verkefninu eru Starfsafl, Rafiðnaðarskólinn og Blaðamannafélag Íslands. Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til “Fræðslustjóra að láni”, fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþörf fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun […]
Styrkloforð rúmlega 20 milljónir króna
Á fyrstu 5 mánuðum ársins 2017 hafa verið veitt styrkloforð fyrir rúmlega 20 milljónir kr. Þar af hafa tæplega 16 milljónir verið greiddar út til fyrirtækja. Fjöldi umsókna á þessum fyrri hluta er töluverður, en alls hafa borist 168 umsóknir frá 65 fyrirtækjum. Örfáum umsóknum var hafnað og er ástæðan alla jafna þar að baki sú að enginn félagsmaður […]
Ölgerðin fær Fræðslustjóra að láni
Í dag, miðvikudaginn 14. júní, var undirritaður samningur um verkefnið Fræðslustjóra að láni við Ölgerðina. Verkefnið er umfangsmikið enda fjöldi starfsmanna um fimmhundruð. Fimm sjóðir koma að verkefninu; SVS, Landsmennt, Iðan og Samband stjórnendafélaga auk Starfsafls, sem leiðir verkefnið. Styrkupphæð er 1.6 milljón krónur og þar af er hlutur Starfsafls kr. 784.000,- Verkefnið felur í […]
Afgreiðsla umsókna takmörkuð vegna sumarleyfa
Vegna sumarleyfa starfsfólks á skrifstofu Starfsafls verða ekki greiddir út styrkir til fyrirtækja á tímabilinu 16. júní til 30. júní. 2017. Engu að síður verður hægt að sækja um styrki á www.attin.is og koma samþykktar styrkumsóknir til greiðslu 3 júlí. Þá verður viðvera á skrifstofu Starfsafls takmörkuð þennan tíma eða aðeins til hádegis mánudag til föstudags báðar vikurnar, […]
Það er ekki eftir neinu að bíða
Fimmtudaginn 8. júní sl. var haldinn áhugaverður fundur um færni frá sjónarhóli atvinnulífsins í norrænu samhengi. Net NVL um færni frá sjónarhóli atvinnulífsins hefur nýlega sent frá sér skýrslu með niðurstöðu starfsins og tilmælum um aðgerðir. Megintilgangur fundarins var að kynna skýrsluna; Kompetens ur ett arbetslivsperspektiv og fjalla um hvað af tilmælum skýrslunnar ætti helst við […]
Fjórföld aukning umsókna
Umsóknum til Starfsafls hefur langt í frá fækkað þó komið sé sumar og sumarfrí starfsfólks farin að fylla dagskrána. Í maímánuði bárust sjóðnum 27 umsóknir frá 17 fyrirtækjum en það er fjórföld aukning frá sama tíma á síðasta ári. Styrkloforð í krónum talið eru tæplega 5 milljónir króna og þegar hafa verið greiddar út […]