25 umsóknir, 20 fyrirtæki, 5 milljónir.

Það er ljóst að líf og fjör er að færast i fræðslustarf innan fyrirtækja eftir sumarfrí, ef litið er til þeirra umsókna sem Starfsafli hefur borist í septembermánuði.  Styrkoforð Starfsafls í þeim mánuði eru rúmlega 5 milljónir króna og þar af hefur verið greiddur helmingur eða tæplega 2.5 milljónir króna.

Umsóknir sem bárust voru alls 25 talsins frá 20 fyrirtækjum. Þrjár umsóknir voru vegna verkefnisins Fræðslustjóri að láni og tvær umóknir vegna eigin fræðslu fyrirtækis. Að venju eru nokkrar umsóknir enn í vinnslu, s.s. vegna Fræðslustjóra að láni,  og því ekki inn í krónutölu og ljóst að samanlögð tala styrkloforða á eftir að hækka eitthvað. 

Meðal þeirra námskeiða sem greiddur hefur verið styrkur vegna eru:

Akstursþjálfun
Aukin starfsréttindi
Endurmenntun fyrir atvunnubílstjóra
Framúrskarandi samskiptatækni
Gæðastjórnun HACCPogBRC
Íslenskunámskeið 1. stig
Samskiptanámskeið
Lyftaranámskeið
Meirapróf
Insta gæðakerfi
Sérhæfð tölvunámskeið
Skyndihjálp
Íslenskunám
Vettvangshjálp í óbyggðum -WFR
Þjónustu- og sölunámskeið

Sé litið til september 2016 þá voru greiddir styrkir rétt tæplega ein milljón króna og styrkumsóknir 10 frá 7 fyrirtækjum. Það er því ljóst að aukningin er töluverð á milli ára.

Fyrirtæki með starfsfólk innan Flóabandalagsins geta sótt til sjóðsins og hvetur Starfsafl fyrirtæki til að hafa samband og kanna hvaða leiðir eru mögulegar. Þá má finna nánari upplýsingar á vef Starfsafls www.starfsafl.is eða í síma 5107550